Erlent starfsfólk og ráðningarferlið: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 1. mars

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.  Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki […]

Nýr liðsmaður óskast í verkefni Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir hugmyndaríkum liðsmanni til starfa. Fræðslumiðstöðin vinnur meðal annars eftir samningi við ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneytið um eflingu hæfni og gæða í ferðaþjónustu í gegnum Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Verkefni Hæfnisetursins eru meðal annars að greina fræðsluþarfir, móta leiðir um aukna samvinnu fyrirtækja um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila, sjá nánar […]

Mannauðsmál, sjálfbær ferðaþjónusta og meiri fræðsla

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF standa að fundaröðinni Menntamorgunn ferðaþjónustunnar til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á þessu ári hafa verið haldnir þrír slíkir fundir og sjónum beint að ólíkum viðfangsefnum, þ.e. móttöku nýs starfsfólks, seiglu og vellíðan á vinnustað og nýsköpun í ferðaþjónustu. […]

Heildstæð námslína í ferðaþjónustu – sú fyrsta sinnar tegundar

Í upphafi árs 2021 veitti menntamálaráðuneytið Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu (FAS) styrk til þess að skrifa heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum í samstarfi við framhaldsfræðslu, framhaldsskóla og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Verkefninu skyldi lokið fyrir árslok með því að námskráin væri send til Menntamálastofnunar til staðfestingar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og FAS hófu þegar samstarf og hafa í góðu samstarfi lagt grunn að þremur námsleiðum í ferðaþjónustu, fyrsta hluta heildstæðrar námslínu á öllum skólastigum.  […]

Nýsköpun í ferðaþjónustu: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18. nóv.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 18. nóv. nk. kl. 9.00. Umfjöllunarefni fundarins er nýsköpun í ferðaþjónustu.   Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga Resort, og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, deila reynslu sinni af því að koma hugmynd í framkvæmd. Ragnar Fjalar Sævarsson, ráðgjafi í nýsköpun, fjallar um ferli nýsköpunar og handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Icelandic Lava Show, segir sína sögu. […]

Seigla og vellíðan á vinnustað: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 21. okt.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 21, okt. nk. kl. 9.00.  Umfjöllunarefni fundarins er seigla og vellíðan á vinnustað.   Fundurinn er ætlaður til innblásturs og hvatningar. Matti Ósvald atvinnumarkþjálfi flytur hvatningarorð, stjórnendur  ferðaþjónustufyrirtækja segja frá reynslu sinni og gefin verða góð ráð.   Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.    Skráning hér  DAGSKRÁ  Það er auðvelt að vera góður skipstjóri í logni Matti Ósvald Stefánsson atvinnumarkþjálfi  Málum þakið þegar sólin skín Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri Íslandshótela  Tækifæri í spilaborgHildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard Adventure   Seigluráð fyrir stjórnendurBryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Fundarstjóri er Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri SAF  Sjá upptöku frá fundinum hér: https://www.facebook.com/Haefnisetur/videos/1009045522990650

Stefnumót við ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar verður á ferð um Norðurland dagana 12.-14. okt. nk. til að kynna þær lausnir sem standa stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til boða í fræðslumálum. Hæfnisetrið heimsækir fyrirtæki og símenntunarmiðstöðvar en býður jafnframt til opinna funda í samstarfi við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar og Mývatnsstofu. Dagskrá fundanna verður sem hér segir: þri. 12. okt. Eyjafjarðarsveit, kl. 20 til […]

Ráðgjöf og þjónusta við fyrirtæki

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnir nýtt verkefni sem styður fyrirtæki við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Yfirskrift verkefnisins er Fræðsla til framtíðar. Í því kynnast stjórnendur þeim lausnum sem Hæfnisetrið býður upp á, læra að nota þær og geta í framhaldinu stýrt sínum fræðslumálum sjálfir. Með aðstoð frá Hæfnisetrinu geta stjórnendur komið á markvissri fræðslu […]

Súpufundur í Vestmannaeyjum

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, boða til súpufundar 14. júní nk. í húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Umfjöllunarefni fundarins er svæðisbundið samstarf fyrirtækja og móttaka nýs starfsfólks auk þess sem kynnt verða verkfæri sem standa fyrirtækjum í ferðaþjónustu til boða þeim að kostnaðarlausu, Allir velkomnir og boðið verður upp á súpu og brauð. Skráning […]

Velkomin til starfa: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 27. maí

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 27. maí nk. kl. 14.00. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á móttöku nýs starfsfólks. Stjórnendur tveggja ferðaþjónustufyrirtækja segja frá reynslu sinni og áherslum af því að taka á móti starfsfólki, hvað hefur reynst þeim vel og hvernig þeir undirbúa sig og sitt starfsfólk sem er að mæta til starfa […]

Ný og endurbætt stafræn verkfæri fyrir ferðaþjónustuna

Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar má finna fjölbreytt verkfæri fyrir fræðslu og ýmsa mælikvarða til að meta árangurinn af henni. Efnið er hannað, þróað og aðlagað að þörfum greinarinnar og opið öllum til afnota. Á síðunni má jafnframt finna ýmis hagnýt námskeið í boði fjölbreyttra fræðsluaðila um land allt. Á dögunum bættust við þrjú ný og […]

Fræðslutorg fyrir ferðaþjónustuna

Til að auðvelda fyrirtækjum og starfsfólki innan ferðaþjónustunnar að finna fræðslu við hæfi hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar opnað svokallað fræðslutorg á heimasíðu sinni, hæfni.is. Á fræðslutorginu má finna ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast fyrirtækjum við að efla fræðslu og starfsánægju starfsfólks. Þar er m.a. hægt að nálgast: Fræðslugátt […]

Hvaða efni vilt þú sjá á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar?

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í samstarfi við SAF til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á síðasta Menntarmorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór 14. desember sl. kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun […]

Samstarf ferðaþjónustafyrirtækja gríðarlega mikilvægt fyrir farveg greinarinnar

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun ferðamanna og vitnaði þar í nýlega skýrslu frá World Travel and Tourism council. Hann sagði ferðamenn leita í auknum mæli að sjálfstæðari ferðamáta, náttúruferðmennsku, öryggi og áreiðanleika. „Þeir eru tilbúnir að kaupa öryggi og […]

Ferðamennska morgundagsins: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 14. des.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar mánudaginn 14. desember nk. Yfirskrift fundarins er Ferðamennska morgundagsins með vísan í nýja skýrslu World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19. Skýrslan byggir á viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og kynnir þá strauma […]

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til 2023

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, hafa skrifað undir þjónustusamning um áframhaldandi starf Hæfniseturs ferðaþjónustunnar til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér áframhaldandi uppbyggingu á hæfni starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu með enn auknum stafrænum verkfærum í fræðslu sem og uppbyggingu þrepaskipts náms í samstarfi við fræðsluaðila. […]

Hafðu samband