Samstarf ferðaþjónustafyrirtækja gríðarlega mikilvægt fyrir farveg greinarinnar

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun ferðamanna og vitnaði þar í nýlega skýrslu frá World Travel and Tourism council. Hann sagði ferðamenn leita í auknum mæli að sjálfstæðari ferðamáta, náttúruferðmennsku, öryggi og áreiðanleika. „Þeir eru tilbúnir að kaupa öryggi og […]

Ferðamennska morgundagsins: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 14. des.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar mánudaginn 14. desember nk. Yfirskrift fundarins er Ferðamennska morgundagsins með vísan í nýja skýrslu World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19. Skýrslan byggir á viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og kynnir þá strauma […]

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til 2023

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, hafa skrifað undir þjónustusamning um áframhaldandi starf Hæfniseturs ferðaþjónustunnar til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér áframhaldandi uppbyggingu á hæfni starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu með enn auknum stafrænum verkfærum í fræðslu sem og uppbyggingu þrepaskipts náms í samstarfi við fræðsluaðila. […]

Hvers konar samtal vill ferðaþjónustan eiga við viðskiptavini sína?

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum að sumri umtalsvert á milli ára 2019-2020 eða um 68,8%. Um sjö af hverjum tíu gistinóttum sumarið 2020 voru gistinætur Íslendinga og hafa þær ekki áður mælst svo margar (Ferðaþjónustan í tölum, sumar 2020 – samantekt). En hver er ferðahegðun Íslendinga og hvaða augum líta þeir á […]

„Framboð á ferðaþjónustu í formi sýndarveruleika mun aukast“

Ný skýrsla World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19, kynnir þá „strauma“ (e. trend) sem eru að endurmóta geirann og hvaða áhrif þeir hafa á helstu hagsmunaaðila. Þar kemur fram að þörf sé á hraðri nýsköpun í greininni. Ferðaþjónustan þurfi að […]

Hagnýtar lausnir fyrir ferðaþjónustuna

Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu, hugmyndir að námskeiðum, reynslusögur, leiðbeiningar og góð ráð til að styðjast við í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Mestallt efnið hefur […]

Myndbönd textuð á pólsku

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur textað tvö viðtalsmyndbönd yfir á pólsku. Myndböndin fjalla um hvernig ferðaþjónustuaðilar takast á við breyttar aðstæður og hvernig taka skal á móti íslenskum ferðamönnum. Horfa má á myndböndin hér að neðan.

Ferðamaður í eigin landi – Hvað segja ferðaþjónustuaðilar?

Það stefnir í að Íslendingar verði í meirihluta viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi þetta sumarið. En hvernig ferðamenn eru Íslendingar og hvernig ætlar ferðaþjónustan að taka á móti þeim? Við tókum nokkra ferðaþjónustuaðila tali.

Góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólks, Starfsafl og Landsmennt gefið út góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum Covid-19 faraldursins. Efnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis. Annars vegar er um að ræða leiðbeiningar um hvernig forðast megi smit og hins vegar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að […]

Fræðsluefni fyrir ferðaþjónustuna í glænýjum kynningarmyndböndum

Út eru komin myndbönd til kynningar á tveimur verkfærum fyrir fræðslu sem aðgengileg eru á heimasíðu Hæfnisetursins. Annað myndbandið er til kynningar á fagorðalista ferðaþjónustunnar og hitt til kynningar á Þjálfun í gestrisni. Samhliða myndböndunum hafa verið gefin út góð ráð við notkun á fræðsluefninu fyrir stjórnendur að styðjast við. Er það von Hæfnisetursins að […]

Leiðbeiningar til fyrirtækja í ferðaþjónustu á tímum Covid-19

Til að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu við að mæta nýjum aðstæðum í kjölfar Covid-19 hafa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Ferðamálastofa sett saman leiðbeiningar fyrir stjórnendur að styðjast við. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um sóttvarnir fyrir gististaði, veitingastaði, afþreyingu og sýningarsvæði og farartæki. Efnið er unnið í samvinnu við landlæknisembættið. Ferðavenjur og þarfir ferðamanna koma að […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar stækkar

Tæplega 160 orðum hefur verið bætt við fagorðalista ferðaþjónustunnar undir flokknum hópferðabílstjórar. Hægt er að hlusta á framburð orðanna á íslensku og ensku. Þar má finna orð eins brottför, rútuáætlun, brú, fararstjóri, miði og sprungið dekk, en líka fyrirmæli eins og vinsamlegast spennið öryggisbeltin og get ég aðstoðað? Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er frábært tæki fyrir starfsfólk […]

Undirbúningur hafinn að mótun námslínu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnaði á vordögum stýrihóp til að vinna í samstarfi skólastiga að mótun námslínu til undirbúnings starfa í ferðaþjónustu (e. hospitality). Námslínan vísar til samhengis fleiri námsbrauta á mismunandi skólastigum, námslok á hverju stigi hafa gildi bæði til áframhaldandi náms og í atvinnulífinu. Lögð verður áhersla á að veita reyndu starfsfólki tækifæri til mats […]

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ætla að nýta tímann til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk

Könnun sem Hæfnisetrið sendi út á dögunum til fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að fyrirtæki hafa hug á því að nýta tímann sem skapast vegna samdráttar í komu ferðamanna til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk; en 76% þátttakenda svöruðu spurningunni játandi. Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvort stafræn/rafræn fræðsla myndi nýtast þeim svöruðu 78% […]

Fyrirtækjum gert auðveldara um vik að fjármagna fræðslu

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks kynnti nýjar reglu í byrjun árs sem veita fyrirtækjum allt að 90% styrk án tillits til inneignar fyrirtækja. Landsmennt og Starfsafl hafa ákveðið að rýmka úthlutunarreglur sjóðanna tímabundið, frá 15. mars til 31. ágúst 2020. Landsmennt býður fyrirtækjum og […]

Hafðu samband