Nýr liðsmaður óskast í verkefni Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir hugmyndaríkum liðsmanni til starfa.

Fræðslumiðstöðin vinnur meðal annars eftir samningi við ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneytið um eflingu hæfni og gæða í ferðaþjónustu í gegnum Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Verkefni Hæfnisetursins eru meðal annars að greina fræðsluþarfir, móta leiðir um aukna samvinnu fyrirtækja um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila, sjá nánar á haefni.is.

Helstu hæfnikröfur og reynsla sem nýtist:

  • Menntun og/eða rík starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í ferðaþjónustu er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af fræðslu-, markaðs- og kynningarmálum  
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hugmyndaauðgi
  • Rit- og samskiptafærni á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sirra@frae.is eða í sími 599 1400. Umsóknarfrestur er til 19. janúar 2022.

Sótt er um á alfred.is

Hafðu samband