Starfsemin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni og fagmennsku starfsfólks í ferðaþjónustu á Íslandi.

Hlutverk Hæfnisetursins er að bjóða fyrirtækjum upp á kortlagningu á þörfum fyrir fræðslu í samstarfi við fræðsluaðila, ráðleggja fræðsluaðilum um fræðsluaðferðir og markaðssetningu fræðslu, leggja til námsefni, þar á meðal rafræna fræðslu, og þróa aðferðir við að meta árangur af fræðslu á rekstur og starfsánægju í fyrirtækjum. Þá hafa aðilar vinnumarkaðarins falið Hæfnisetrinu að koma með tillögur að stefnu fyrir formlegt nám í ferðaþjónustu. 

Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar og í samvinnu við hagaðila.

Hlutverk

 • Að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar.
 • Að greina fræðsluþarfir, móta leiðir, auka samvinnu um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja.
 • Að fá fræðsluaðila til að standa fyrir mælanlegri og árangursmiðaðri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar.

Framtíðarsýn

 • Uppbygging hæfni innan ferðaþjónustu er á forsendum og í takti við þarfir og þróun greinarinnar og samfélagsins.
 • Ferðaþjónustan er eftirsóknarverður starfsvettvangur með miklum möguleikum til að þróast í starfi.
 • Ferðaþjónustan hefur á að skipa framúrskarandi hæfu starfsfólki.

Samstarfsaðilar

Fjölbreyttur hópur hagaðila og samstarfsaðila kemur að starfi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, auk þess sem Hæfnisetrið er í samstarfi við fræðsluaðila víða um land í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu.

Fræðsluaðilar

 • Framvegis – miðstöð símenntunar
 • Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi
 • Gerum betur – höfuðborgarsvæðið og Suðurland
 • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
 • Mímir símenntun – höfuðborgarsvæðið
 • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
 • SÍMEY – Símenntunamiðstöð Eyjafjarðar
 • Þekkingarnet Þingeyinga
 •  RM Ráðgjöf

Aðrir samstarfsaðilar

 • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
 • Austurbrú
 • Endurmenntunarstofnun HÍ
 • Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
 • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
 • Fræðslumiðstöð Vestfjarða
 • IÐAN fræðslusetur
 • Landsmennt
 • Mennta-og menningarmálaráðuneytið
 • Samtök ferðaþjónustunnar
 • Símennt HR – Opni háskólinn
 • Símenntun Háskólans á Bifröst
 • Símenntun Háskólans á Akureyri
 • Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja
 • Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks 
 • Starfsafl
 • Vakinn – gæðakerfi ferðaþjónustunnar
 • Kompás – verkfærakista í mannauðsstjórnun

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband