Um okkur

Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Þjónustan er fyrirtækjum og starfsfólki að kostnaðarlausu.

Hvað gerum við?

  • Hæfnisetrið þróar fræðslu- og stuðningsefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu í samstarfi við hagaðila
  • Við veitum ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar við að koma á fræðslu og þjálfun
  • Við vinnum að þróun námslínu fyrir ferðaþjónustu í samvinnu við atvinnulífið, fræðsluaðila, framhaldsskóla og háskóla
  • Vinnum samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið, Þjónustusamningur MVF og FA 2024

Gildi Hæfnisetursins eru: Fagmennska – Samvinna – Lausnir

Hlutverk

  • Að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að efla hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks og stuðla þannig að auknum gæðum, jákvæðri ímynd og arðsemi greinarinnar. 
  • Að greina fræðsluþarfir, þróa lausnir, mynda tengsl og auka samvinnu um fræðslu og menntun.  
  • Að stuðla að árangursríkri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar og gera ávinninginn af henni sýnilegan. 

Framtíðarsýn

  • Uppbygging hæfni innan ferðaþjónustu er á forsendum og í takt við þarfir og þróun greinarinnar og samfélagsins.
  • Ferðaþjónustan er eftirsóknarverður starfsvettvangur þar sem bjóðast tækifæri til starfsþróunar. 
  • Ferðaþjónustan hefur á að skipa framúrskarandi hæfu starfsfólki.

Starfsfólk

Bryndís Skarphéðinsdóttir

Sérfræðingur

Haukur Harðarson

Verkefnastjóri

Hildur Betty Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri

Nichole-Leigh-Mosty
Nichole Leigh Mosty

Sérfræðingur

Ólína Laxdal

Sérfræðingur

Stýrihópur

Í stýrihópi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sitja fulltrúar tilnefndir af SAF, ASÍ, Ferðamálastofu, auk menningar- og viðskiptaráðuneytisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins. 

Mynd: Stýrihópur Hæfniseturs ferðaþjónustunnar á fundi með Lilju Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra í janúar 2023

FORMAÐUR:

Jóhannes Þór Skúlason SAF – Samtökum ferðaþjónustunnar

MEÐSTJÓRNENDUR:

Aleksandra Leonardsdóttir ASÍ

Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu

Sunna Þórðardóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þóra Þórðardóttir Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hafðu samband