Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Mikilvægt er að atvinnurekendur þekki ferlið við ráðningar erlends starfsfólks svo þeir geti upplýst starfsfólkið, leiðbeint því og tryggt eðlilega framvindu ráðningaferlisins. Þannig tryggjum við góða móttöku erlendra ríkisborgara á íslenskan vinnumarkað.
Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja.
Efnið er aðgengilegt á fjölda tungumála og eru atvinnurekendur hvattir til að vísa erlendu starfsfólki sínu á það til upplýsinga og undirbúnings. Atvinnurekendur ættu jafnframt að kynna sér efnið vel svo þeir geti verið nýju starfsfólki til halds og trausts í ráðningaferlinu.
Ánægt starfsfólk skapar gott orðspor – hér, þar og alls staðar
Efni leiðbeininga er sótt/vísað á síður: Alþingis, Arion banka, ASÍ, Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Fjölmenningarseturs, Iðunnar fræðsluseturs, Stafræns Íslands, Íslandsbanka, Landsbankans, Sjúkratrygginga Íslands, Skattsins, Skírteini.is, Stjórnarráðs Íslands, vinnumarkaðsvefs SA, vinnuréttarvefs ASÍ, Vinnumálastofnunar,Útlendingastofnunar og Þjóðskrár Íslands.