Hvaða efni vilt þú sjá á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar?

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í samstarfi við SAF til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Á síðasta Menntarmorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór 14. desember sl. kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun ferðamanna, og stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja miðluðu af reynslu sinni. Rúmlega 100 þátttakendur fylgdust með beinni útsendingu og 91% svarenda í könnun sem send var út eftir viðburðinn sögðu efni hans hafa verið mjög eða frekar gagnlegt.

Í könnuninni voru þátttakendur jaframt spurðir að því hvaða efni þeir vildu sjá tekið til umfjöllunar á næstu Menntamorgnum ferðaþjónustunnar.

Eftirfarandi hugmyndir komu fram:

– Góð ráð til stjórnenda varðandi uppbyggingu liðsheildar og hvernig má byggja upp traust á ný

– Lærdómsmenning á netinu

– Þjálfun

– Reynslusögur og viðhorf úr ferðaþjónustunni

– Meira um framtíðarspekulationir fyrir 2021

– Jákvæð sálfræði, hvernig má byggja sig upp andlega

– Sjálfbærni og gæðamál eftir Covid

– Framtíðarhorfur MICE markaðarins

– Lausnir í snertilausum viðskiptum

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þakkar allar góðar hugmyndir. Hægt er að hafa samband við Hæfnisetrið á hæfni@hæfni.is.

Hafðu samband