Goodtoknow.is

Goodtoknow.is er upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu

Upplýsinga- og fræðsluvefurinn goodtoknow.is auðveldar framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og réttar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim, sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu.

Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, m.a. um

  • íslensku þjóðina
  • landfræði
  • fjölda ferðamanna
  • áfangastaði ferðamanna
  • öryggisatriði.

 

Með því að kynna sér upplýsingarnar á goodtoknow.is getur starfsfólk aflað sér grunnþekkingar um Ísland og íslenska ferðaþjónustu sem gagnast þeim í starfi.

Hafðu samband