Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnir nýtt verkefni sem styður fyrirtæki við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Yfirskrift verkefnisins er Fræðsla til framtíðar. Í því kynnast stjórnendur þeim lausnum sem Hæfnisetrið býður upp á, læra að nota þær og geta í framhaldinu stýrt sínum fræðslumálum sjálfir.
Með aðstoð frá Hæfnisetrinu geta stjórnendur komið á markvissri fræðslu og þjálfun, fundið leiðir til fjármögnunar fræðslu og þjálfast í að:
- Greina fræðsluþarfir starfsfólks
- Setja upp fræðslu í samræmi við þarfir
- Mæla árangurinn
Hæfnisetrið er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og er þjónustan fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Markmið þjónustunnar er að:
- Styðja lítil og meðalstór fyrirtæki til að greina eigin fræðsluþarfir og koma á samstarfi um fræðslu í samræmi við þarfir.
- Þjálfa stjórnendur í að halda utan um fræðslugreiningar, að setja upp fræðslu í samræmi við þarfir og ákvarða mælikvarða á árangur.
- Nýta rafræn verkfæri sem í boði eru á heimasíðu Hæfnisetursins.
Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á haefni@haefni.is.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.