Nýsköpun í ferðaþjónustu: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18. nóv.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 18. nóv. nk. kl. 9.00. Umfjöllunarefni fundarins er nýsköpun í ferðaþjónustu.  

Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga Resort, og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, deila reynslu sinni af því að koma hugmynd í framkvæmd. Ragnar Fjalar Sævarsson, ráðgjafi í nýsköpun, fjallar um ferli nýsköpunar og handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Icelandic Lava Show, segir sína sögu.

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfnisetursins.

Skráning hér

DAGSKRÁ 

Nýsköpunarferlið í starfandi fyrirtækjum
Ragnar Fjalar Sævarsson, ráðgjafi í nýsköpun

Hugmynd sem varð að veruleika
Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi að Blábjörgum Resort

Handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021
Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Icelandic Lava Show

Bolafjall. Nýtt vörumerki á Vestfjörðum.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar
 

Fundarstjóri er Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Sjá upptöku frá fundinum hér:

https://www.facebook.com/watch/live/?ref=watch_permalink&v=910164252960544

Hafðu samband