Ráðgjöf og þjónusta

Langar þig að styrkja vinnustaðinn með fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólkið þitt? Hafðu samband til að fá ókeypis ráðgjöf og stuðning.

Fjármögnun

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Nánar má lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin.

Fræðsla til framtíðar

Fræðsla til framtíðar er verkefni þar sem stjórnendum býðst aðstoð við að

  • ákveða markmið fræðslu
  • greina fræðsluþarfir
  • setja upp markvissa fræðslu og þjálfun
  • mæla árangur af fræðslu.

 

Sótt er um styrk fyrir verkefninu hjá starfsmenntasjóðum atvinnulífsins og því er ráðgjöfin fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Verkáætlun

Kynning
Hæfnisetrið og verkefnastjórar heimsækja fyrirtæki og bjóða ráðgjöf og stuðning til að koma á markvissri fræðslu. Sótt er um styrki til starfsmenntasjóðanna fyrir verkefninu.
1
Greining á fræðsluþörfum
Verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis skilgreina markmið verkefnisins og framkvæma fræðslugreiningu.
2
Fræðsluáætlun
Unnið er úr niðurstöðum fræðslugreiningarinnar. Verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis skipuleggja fræðslu/námskeið.
3
Eftirfylgni
Eftir að fræðsla hefur farið fram skoða verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis hvernig til tókst og hvort markmið fræðslunnar hafi verið náð.
4

Hefur þú áhuga á að kynna þér þjónustuna?

Myndbönd

Fræðsla í ferðaþjónustu

Hefur þú kynnt þér Fræðslu í ferðaþjónustu?

Hæfnisetrið aðstoðar ferðaþjónustufyrirtæki í samstarfi við fræðsluaðila um allt land við að koma á markvissri fræðslu og þjálfun og meta árangurinn.

Nánar um verkefnið í þessu myndbandi. 

Skaftafell

Hótel Skaftafell tekur þátt í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands. 

Hér segir Margrét Gauja Magnúsdóttir hótelstýra frá reynslu sinni af verkefninu. 

Hótel Klettur

Hótel Klettur tekur þátt í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur.

Hér segir Kristján Jóhann Kristjánsson hótelstjóri frá reynslu sinni af verkefninu. 

Höldur

Höldur tekur þátt í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og SÍMEY.

Hér segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds, og Sigrún Árnadóttir, verkefnastjóra hjá Höldi, frá reynslu sinni af verkefninu.

Inside the Volcano

Inside the Volcano tekur þátt í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Gerum betur. 

Hér segir Ólafur Þór Júlíusson meðeigandi frá reynslu sinni af verkefninu. 

Hvað segir starfsfólkið?

Hvernig hefur okkur tekist að taka á móti erlendu starfsfólki, hvað er vel gert og hvað má bæta?

Hafðu samband