Stuðningsefni

Hér finnur þú verkfæri sem auðvelda ráðningar og greiningu á fræðsluþörfum.
Langar þig að styrkja vinnustaðinn með fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólkið þitt? Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður upp á ráðgjöf og þjónustu sem styður fyrirtæki við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Hæfnisetrið vinnur samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið og er ráðgjöfin fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin
Ýmsir möguleikar standa fyrirtækjum og stofnunum til boða í stafrænni fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt er hér bent á 8 góð ráð til að tryggja árangur.
Kanni er rafrænt greiningartæki sem auðveldar fyrirtækjum að senda út kannanir til starfsfólks, svo sem könnun á þörf fyrir fræðslu eða starfsánægjukönnun. Í Kanna eru tilbúin sniðmát í 12 flokkum og á þremur tungumálum sem hægt er að nýta sér. Þú getur líka búið til þína eigin könnun. Leiðbeiningar um notkun eru aðgengilegar á síðunni.
Hér má finna allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Seigla er hæfni einstaklinga og hópa til að sigrast á mótlæti. Við eflum líkamlegt úthald ef við æfum markvisst og á sama hátt eflum við andlegan styrk ef við þjálfum seigluvöðvann. Seigla snýst ekki endilega um að harka af sér með bros á vör í gegnum erfitt tímabil, heldur að viðurkenna erfiðleika en samt sem áður finna innri hvatningu, von og bjartsýni til að halda áfram. Hér finnur þú góð ráð og æfingar sem hjálpa þér að þjálfa seigluvöðvann og vera öðrum hvatning.
Erlendir ríkisborgarar sem koma til starfa innan ferðaþjónustunnar þurfa að sækja um ýmis leyfi og réttindi. Mikilvægt er að hefja umsóknir tímanlega því ferlið getur tekið allt að sex mánuðum. Leiðbeiningar okkar auðvelda stjórnendum og starfsfólki ráðningarferlið með því að útskýra hvert skref í ferlinu.
Hér getur þú fundið dæmi um starfsánægjukönnun og fræðslukannanir fyrir starfsfólk.
Hér geta stjórnendur fundið verkfæri til að framkvæma fræðslugreiningu og setja upp fræðsluáætlun.

Hafðu samband