Fræðslustyrkir

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin

Áttin

Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins hafa sameinast um vefsíðuna Áttina þar sem eru ítarlegar upplýsingar um styrki og umsóknarferli til fræðslu innan þíns fyrirtækis

Spurningar og svör

☐ Sendu inn umsókn til starfsmenntasjóðanna eftir að fræðsla hefur farið fram

☐ Settu eftirfarandi upplýsingar upp í þrjú skjöl:

  • Stutt lýsing á námskeiði
  • Nöfn, kennitölur og stéttafélagsaðild starfsfólks sem sóttu námskeið
  • Afrit af reikning og staðfestingu á greiðslu. Reikningar mega ekki vera eldri en 12 mánaða.

Ef starfsmannahópurinn (þátttakendur í fræðslunni) er dreifður í mörg stéttarfélög getur verið að það þurfi að haka við fleiri en einn sjóð í umsókn. Hér er yfirlit um aðild stéttarfélaga (og þar með félagsmanna):

  • Landsmennt verkafólk á landsbyggðinni -SA, landsmennt.is
  • Starfsafl Efling, VSFK, Hlíf – SA, starfsafl.is
  • Starfsmenntasjóður verslunar-og skrifstofufólks (SVS) VR/LÍV -SA, starfsmennt.is
  • IÐAN, idan.is
  • Starfsmenntasjóður verslunar (SV) VR/LÍV -FA, starfsmennt.is
  • Starfsmenntasjóður sambands stjórnendafélaga og SA vssi.is
  • Rafiðnaðarskólinn rafiðnaðarmenn raf.is

Ef þú ert að sækja um í fyrsta skipti þá fyllir þú út allar nauðsynlegar upplýsingar, bæði um fyrirtækið og verkefnið. Notendanafn og lykilorð skapast síðan þegar þú sendir umsóknina. Notendanafn verður kennitala fyrirtækisins og lykilorð færðu sent í pósti.

Frá tveimur til 30 daga. Í sumum sjóðum/setrum fara umsóknir fyrirtækja fyrir stjórnir til afgreiðslu og þar af leiðandi getur afgreiðsla tekið lengri tíma. Stjórnarfundir sjóða/setra eru iðulega haldnir einu sinni í mánuði og því er hámarksviðmið afgreiðslu 30 dagar.

Sumir sjóðir/setur reikna réttindi fyrirtækja til styrkja út frá inngreiðslu iðgjalda síðustu mánuði. Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Sumir sjóðir/setur setja kröfu um lágmarkstíma aðildar að sjóðunum (greiðslu iðgjalda). Best er að hafa samband við viðkomandi sjóð/setur ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Venjulegast er greitt út fáeinum dögum eftir að nauðsynleg fylgiskjöl hafa borist, það er þegar búið er að halda námskeiðið/þjálfunina og afrit reiknings hefur borist ásamt lista yfir þátttakendur með kennitölum og stéttarfélagsaðild.

Margir sjóðir styrkja fræðslu fyrirtækja þar sem fyrirtækin nota eigin leiðbeinendur. Ýmist eru fyrirtæki styrkt með beinum hætti eða þau geta sótt um lækkað iðgjald. Fræðsluáætlun þarf að liggja fyrir og styrkur er alltaf greiddur út eftir að fræðsla hefur farið fram. Reglur sjóðanna eru nokkuð mismunandi og því er best að kynna sér málin hjá sjóðunum, til dæmis StarfsafliLandsmennt, Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og Menntasjóði Sambands stjórnendafélaga.

Fræðslustjóri að láni er samvinnuverkefni allra sjóðanna/setranna. Verkefnið byggist á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna. Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans. Sjá nánar á vefsíðum sjóðanna og á fraedslustjori.is

Það er gert á vefsíðunni attin.is, Sækja um – takkinn, haka við Fræðslustjóri að láni.

Rafiðnaðarskólinn og IÐAN fræðslusetur nota starfsmenntagjald, sem þau fá greidd vegna sinna félagsmanna (iðnaðarmanna), til að niðurgreiða sérhæfða fræðslu í þágu félagsmanna sinna. Fyrirtæki eru hvött til að kynna sér úrval námskeiða á vefsíðum Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR.

Hafðu samband