Súpufundur í Vestmannaeyjum

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, boða til súpufundar 14. júní nk. í húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Umfjöllunarefni fundarins er svæðisbundið samstarf fyrirtækja og móttaka nýs starfsfólks auk þess sem kynnt verða verkfæri sem standa fyrirtækjum í ferðaþjónustu til boða þeim að kostnaðarlausu,

Allir velkomnir og boðið verður upp á súpu og brauð.

Skráning hér

DAGSKRÁ

11.45 – 11.50  Fundarstjóri

Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðumaður Visku

11.50  – 12.15  Verkfæri í boði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

12.15 – 12.30  Velkomin til starfa – móttaka nýs starfsfólks

Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

12.30 – 12.45  Fræðsla til framtíðar – Sterkari saman

Valdís Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

12.45 – 13.00 Samtal við ferðaþjónustuna

Ef þú kemst ekki á fundinn þá er starfsfólk Hæfnisetursins tilbúið að koma með stutta kynningu til ykkar eftir hádegið á mánudeginum. Sendið okkur endilega póst á haefni@haefni.is og óskið eftir tíma með okkur.

Hafðu samband