Fræðslugreining

Hér geta stjórnendur fundið verkfæri til að framkvæma fræðslugreiningu og setja upp fræðsluáætlun.

Með því að greina fræðsluþarfir getur stjórnandi komið auga á tækifæri til að efla hæfni starfsfólks. Hægt er að óska eftir ráðgjöf og aðstoð við fræðslugreiningu og getur þú kynnt þér þjónustu Hæfnisetursins þér að kostnaðarlausu með því að smella hér

Einnig er hægt að nýta eftirfarandi verkfæri sem auðvelda framkvæmd fræðslugreininga á eigin vegum. 

1. Markmið fræðslunnar og árangursmælikvarðar

Áður en fræðslugreining er framkvæmd er mikilvægt að huga að því hvaða árangri fræðslan á að skila. Er markmiðið t.d. að auka ánægju starfsfólks, fjölga meðmælum gesta eða stuðla að auknum þjónustugæðum?

Til að auðvelda stjórnendum að setja sér markmið og mæla árangurinn af fræðslu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar útbúið handhægt excel skjal með fjölbreyttum árangursmælikvörðum. Í hverjum flipa má finna stutta lýsingu á viðkomandi mælikvarða ásamt upplýsingum um hvernig má mæla og túlka niðurstöður. Leiðbeiningar fylgja.

Mælt er með að velja a.m.k. tvo árangursmælikvarða. Framkvæma skal fyrstu mælingar áður en fræðslugreining hefst.

2. Greining fræðsluþarfa starfsfólks

Ýmsar leiðir er hægt að fara til að greina þörf starfsfólks fyrir fræðslu og þjálfun. Ein leið er að senda rafræna könnun á starfsfólk fyrirtækis til að meta þörf þeirra fyrir fræðslu.

Áður en könnun er send út þarf að upplýsa starfsfólk um tilgang og markmið könnunar. Mælt er með að boða allt starfsfólk á kynningarfund með stjórnanda og senda tölvupóst með öllum helstu upplýsingum.

Hér eru dæmi um kannanir sem hægt er að nýta til að greina fræðsluþarfir fyrir fjölbreytt störf innan ferðaþjónustunnar. Aðlaga má spurningarnar að hverju og einu fyrirtæki.

3. Að setja upp fræðsluáætlun

Þegar niðurstöður úr fræðslugreiningu liggja fyrir þarf að ákveða hvaða fræðsla mun eiga sér stað og hvernig hún verður framkvæmd. Þá er t.d. hægt að finna námskeið fyrir starfsfólk sem starfar innan ferðaþjónustunnar hér.

Huga þarf að ýmsum þáttum þegar kemur að fræðslu. Til að mynda þarf að greina kostnað við námskeið, sækja um styrki í starfsmenntasjóði, vera í samskiptum við námskeiðshaldara og setja upp dagskrá. Hæfnisetrið hefur útbúið skjal sem auðveldar utanumhaldið og veitir yfirsýn.

4. Fræðsla fer fram og árangur er metinn

Eftir að fræðslan hefur farið fram er hægt að sækja um styrki til starfsmenntasjóða fyrir fræðslu. Nánari upplýsingar um fræðslustyrki má finna hér og á attin.is.

Einnig er mikilvægt að skoða hvort að fræðslan hafi skilað þeim árangri sem lagt var upp með að ná með því að gera aðra árangursmælingu.

Hafðu samband