Stafræn fræðsla – 8 góð ráð fyrir stjórnendur
Mörg fyrirtæki og stofnanir skoða nú möguleika á að bjóða starfsfólki sínu upp á stafræna eða rafræna fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Hæfnsetur ferðaþjónustunnar gefur stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt 8 góð ráð til að tryggja árangur. Kynntu þér ráðin með því að smella hér.
Landsmennt fræðslusjóður býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu
Hæfnisetrinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsmennt fræðslusjóði Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið [að] bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins og stofna til átaks í […]
Könnun á þörf ferðaþjónustunnar fyrir fræðslu og þjálfun
Nú þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu standa frammi fyrir einni stærstu áskorun síðari tíma viljum við hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Við höfum sett niður nokkrar spurningar til að kanna þörf ferðaþjónustunnar fyrir fræðslu og þjálfun á þessum tímum og með hvaða hætti Hæfnisetrið geti aðstoðað. Könnunin er nafnlaus og órekjanleg með öllu. […]
Til þjónustu reiðubúin
Fyrirtæki í ferðaþjónustu róa nú mörg hver lífróður. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda starfsfólki upplýstu og fræða og þjálfa eins og kostur er. Nú er jafnframt tími til að undirbúa þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í rekstrinum þegar krísan hefur runnið sitt skeið og bókanir fara að berast á […]
Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2019 er komin út
Rúm tvö ár eru liðin frá stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Á þeim tíma hefur Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila farið í 174 heimsóknir til fyrirtækja í ferðaþjónustu í tengslum við verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu. Undirritaðir hafa verið 94 samstarfsamningar sem taka til tæplega 2.900 starfsmanna. Niðurstöður af samtölum við stjórnendur þessara fyrirtækja sýna mikinn vilja þeirra […]
Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu
Viðtalsmyndband þar sem heyra má sögur þeirra Charo Celeste Elizalde frá Filippseyjum, Stefano Silvrio frá Ítalíu og Justyna Cisowska frá Póllandi, sem öll hafa reynslu af því að starfa á íslenskum vinnumarkaði, er nú hægt að horfa á hér:
Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu í aðalhlutverki
Hæfnisetrið og SAF beindu sjónum að erlendu starfsfólki á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór í Húsi atvinnulífsins þann 27. febrúar. Fram komu: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF, Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, og Jóna Valborg Árnadóttir, frá Hæfnisetrinu. Þá var birt viðtalsmyndband þar sem heyra mátti sögur þeirra Charo Celeste Elizalde […]
Menntamorgnar ferðaþjónustunnar
Menntamorgunn í Húsi atvinnulífsins 27. febrúar kl. 08.30 – 09.30 Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til morgunverðarfundar í fundaröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar. Markmiðið með fundinum er að vekja athygli á hlut og hlutskipti erlends starfsfólks í íslenskri ferðaþjónustu. Mikilvægi þessa starfsfólks og hvernig því farnast. Allir velkomnir en skrá þarf þátttöku. Dagskrá Innflytjendur í […]
Ný viðbót við fagorðalista ferðaþjónustunnar
Nú er hægt að nálgast fimmtíu algenga frasa bæði gesta og starfsmanna á veitingastöðum á heimasíðu Hæfnisetursins. Frasarnir eru á þremur tungumálum og hægt er að hlusta á framburð frasanna á íslensku. Fyrir á síðunni er orðasafn algengra orða sem notuð eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, afþreyingu og þjónustu […]
Gleðileg jól
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Opnir fundir í Vestmannaeyjum, Höfn og Hveragerði
Hæfnisetrið verður á súpufundum Markaðsstofu Suðurlands sem fram fara í Vestmannaeyjum 20. nóv., Höfn 21. nóv. og Hveragerði 26. nóv. Þar kynnum við verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu ásamt verkfærakistu Hæfnisetursins. Boðið verður upp á súpu og brauð á fundunum og því er mikilvægt að skrá sig. Hvetjum alla áhugasama til að mæta. Dagskrá og skráning hér.
Vefsíða Hæfnisetursins hefur verið uppfærð
Á undanförnum vikum og mánuðum hefur farið fram vinna við uppfærslu á vefsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Hæfnisetrið vinnur fyrir fjölbreyttan hóp innan ferðaþjónustunnar og markmiðið með uppfærslunni er að þjóna honum sem best. Meðal annars með því að auka aðgengi að góðu fræðslu- og þjálfunarefni svo það nýtist greininni. Í verkfærakistu Hæfnisetursins geta notendur nálgast fjölbreytt […]
Verkefnastjórar Fræðslu í ferðaþjónustu saman á námskeiði
Fræðsluaðilar og verkefnastjórar í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu sátu saman á námskeiði sem Hæfnisetrið hélt undir yfirskriftinni: Skipulag og framkvæmd fræðslu í fyrirtækjum. Námskeiðið fór fram dagana 6.-7. nóvember og var dagskráin umfangsmikil. Meðal námskeiðsþátta var fræðsluferlið, fjármögnunarleiðir, fyrirtækjaumhverfið, gæðasala, þarfagreining, fræðsluáætlun, árangursmælikvarðar, árangursmat og verkefnastýring. Ýmsir gestafyrirlesarar héldu erindi, þar á meðal Jóhannes Þór […]
Fræðslu í ferðaþjónustu berst nýr liðsauki
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hefur gert samstarfssamning við RM Ráðgjöf í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu. Verkefnið snýr að miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu og felur í sér greiningu á þörf fyrir fræðslu og þjálfun, fræðsluáætlun og mat á árangri. Starfið er unnið á forsendum ferðaþjónustunnar. Að verkefninu koma nú […]
Bakarinn, kokkurinn, listamaðurinn, starfsmannastjórinn og allt saman
Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram fyrir fullu húsi í Húsi atvinnulífsins í morgun og enn fleiri fylgdust með beinni útsendingu frá fundinum. Að Menntamorgninum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF. Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir frá LC Ráðgjöf flutti erindi um stjórnendahæfni og virkjaði gesti til þátttöku. Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins, talaði meðal annars um […]
Menntamorgunn ferðaþjónustunnar í Húsi atvinnulífsins 24. okt. kl. 8.30-10.00
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til morgunverðarfundar í fundaröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 24. okt. nk. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á millistjórnendur og stjórnendafræðslu. Fundurinn fer fram í salnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Allir velkomnir en skrá þarf þátttöku. Vinsamlegast skráið þátttöku hér. DAGSKRÁ Fræðsla í ferðaþjónustu – Náðu árangri! Jóna Valborg […]