Velkomin til starfa: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 27. maí

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 27. maí nk. kl. 14.00. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á móttöku nýs starfsfólks. Stjórnendur tveggja ferðaþjónustufyrirtækja segja frá reynslu sinni og áherslum af því að taka á móti starfsfólki, hvað hefur reynst þeim vel og hvernig þeir undirbúa sig og sitt starfsfólk sem er að mæta til starfa […]

Ný og endurbætt stafræn verkfæri fyrir ferðaþjónustuna

Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar má finna fjölbreytt verkfæri fyrir fræðslu og ýmsa mælikvarða til að meta árangurinn af henni. Efnið er hannað, þróað og aðlagað að þörfum greinarinnar og opið öllum til afnota. Á síðunni má jafnframt finna ýmis hagnýt námskeið í boði fjölbreyttra fræðsluaðila um land allt. Á dögunum bættust við þrjú ný og […]

Fræðslutorg fyrir ferðaþjónustuna

Til að auðvelda fyrirtækjum og starfsfólki innan ferðaþjónustunnar að finna fræðslu við hæfi hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar opnað svokallað fræðslutorg á heimasíðu sinni, hæfni.is. Á fræðslutorginu má finna ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast fyrirtækjum við að efla fræðslu og starfsánægju starfsfólks. Þar er m.a. hægt að nálgast: Fræðslugátt […]

Hvaða efni vilt þú sjá á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar?

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í samstarfi við SAF til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á síðasta Menntarmorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór 14. desember sl. kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun […]

Samstarf ferðaþjónustafyrirtækja gríðarlega mikilvægt fyrir farveg greinarinnar

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum kynnti Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun ferðamanna og vitnaði þar í nýlega skýrslu frá World Travel and Tourism council. Hann sagði ferðamenn leita í auknum mæli að sjálfstæðari ferðamáta, náttúruferðmennsku, öryggi og áreiðanleika. „Þeir eru tilbúnir að kaupa öryggi og […]

Ferðamennska morgundagsins: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 14. des.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar mánudaginn 14. desember nk. Yfirskrift fundarins er Ferðamennska morgundagsins með vísan í nýja skýrslu World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19. Skýrslan byggir á viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og kynnir þá strauma […]

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til 2023

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, hafa skrifað undir þjónustusamning um áframhaldandi starf Hæfniseturs ferðaþjónustunnar til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér áframhaldandi uppbyggingu á hæfni starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu með enn auknum stafrænum verkfærum í fræðslu sem og uppbyggingu þrepaskipts náms í samstarfi við fræðsluaðila. […]

Hvers konar samtal vill ferðaþjónustan eiga við viðskiptavini sína?

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum að sumri umtalsvert á milli ára 2019-2020 eða um 68,8%. Um sjö af hverjum tíu gistinóttum sumarið 2020 voru gistinætur Íslendinga og hafa þær ekki áður mælst svo margar (Ferðaþjónustan í tölum, sumar 2020 – samantekt). En hver er ferðahegðun Íslendinga og hvaða augum líta þeir á […]

„Framboð á ferðaþjónustu í formi sýndarveruleika mun aukast“

Ný skýrsla World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19, kynnir þá „strauma“ (e. trend) sem eru að endurmóta geirann og hvaða áhrif þeir hafa á helstu hagsmunaaðila. Þar kemur fram að þörf sé á hraðri nýsköpun í greininni. Ferðaþjónustan þurfi að […]

Hagnýtar lausnir fyrir ferðaþjónustuna

Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu, hugmyndir að námskeiðum, reynslusögur, leiðbeiningar og góð ráð til að styðjast við í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Mestallt efnið hefur […]

Myndbönd textuð á pólsku

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur textað tvö viðtalsmyndbönd yfir á pólsku. Myndböndin fjalla um hvernig ferðaþjónustuaðilar takast á við breyttar aðstæður og hvernig taka skal á móti íslenskum ferðamönnum. Horfa má á myndböndin hér að neðan.

Ferðamaður í eigin landi – Hvað segja ferðaþjónustuaðilar?

Það stefnir í að Íslendingar verði í meirihluta viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi þetta sumarið. En hvernig ferðamenn eru Íslendingar og hvernig ætlar ferðaþjónustan að taka á móti þeim? Við tókum nokkra ferðaþjónustuaðila tali.

Góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólks, Starfsafl og Landsmennt gefið út góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum Covid-19 faraldursins. Efnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis. Annars vegar er um að ræða leiðbeiningar um hvernig forðast megi smit og hins vegar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að […]

Fræðsluefni fyrir ferðaþjónustuna í glænýjum kynningarmyndböndum

Út eru komin myndbönd til kynningar á tveimur verkfærum fyrir fræðslu sem aðgengileg eru á heimasíðu Hæfnisetursins. Annað myndbandið er til kynningar á fagorðalista ferðaþjónustunnar og hitt til kynningar á Þjálfun í gestrisni. Samhliða myndböndunum hafa verið gefin út góð ráð við notkun á fræðsluefninu fyrir stjórnendur að styðjast við. Er það von Hæfnisetursins að […]

Leiðbeiningar til fyrirtækja í ferðaþjónustu á tímum Covid-19

Til að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu við að mæta nýjum aðstæðum í kjölfar Covid-19 hafa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Ferðamálastofa sett saman leiðbeiningar fyrir stjórnendur að styðjast við. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um sóttvarnir fyrir gististaði, veitingastaði, afþreyingu og sýningarsvæði og farartæki. Efnið er unnið í samvinnu við landlæknisembættið. Ferðavenjur og þarfir ferðamanna koma að […]

Hafðu samband