Tæplega 160 orðum hefur verið bætt við fagorðalista ferðaþjónustunnar undir flokknum hópferðabílstjórar. Hægt er að hlusta á framburð orðanna á íslensku og ensku. Þar má finna orð eins brottför, rútuáætlun, brú, fararstjóri, miði og sprungið dekk, en líka fyrirmæli eins og vinsamlegast spennið öryggisbeltin og get ég aðstoðað?
Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er frábært tæki fyrir starfsfólk til að læra orð og frasa innan ferðaþjónustunnar. Fagorðalistinn er á þremur tungumálum og inniheldur, auk orða fyrir hópferðabílstjóra, orð fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, afþreyingu og þjónustu í sal.
Fagorðalistinn er opinn öllum á heimasíðu Hæfnisetursins og hægt er að æfa sig hvar og hvenær sem er.
Sjá orð fyrir hópferðabílstjóra hér.
Sjá fagorðalista ferðaþjónustunnar hér.