Hagnýtar lausnir fyrir ferðaþjónustuna

Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir.

Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu, hugmyndir að námskeiðum, reynslusögur, leiðbeiningar og góð ráð til að styðjast við í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Mestallt efnið hefur verið þýtt á ensku og pólsku.

Hvernig forðast ég smit? Hvernig ber ég mig að ef grunur vaknar um veikindi viðskiptavina? Að hverju þarf að huga þegar kemur að sóttvörnum, vinnuumhverfi og þjónustu? Hægt er að prenta leiðbeiningarnar út og hengja upp á vinnustað eða senda starfsfólki myndbönd til áhorfs.

Mörg fyrirtæki bjóða starfsfólki sínu upp á stafræna fræðslu. Á hæfni.is er fjölbreytt úrval stafrænna námskeiða og góð ráð sem tryggja árangur.

Þjálfun í gestrisni er tilvalið efni til að vinna með á fjarfundum og góð leið til að brjóta upp starfsmannafundi. Það inniheldur sögur af atvikum sem upp geta komið í ferðaþjónustunni og verkefni til að leysa.

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er frábært tæki fyrir starfsfólk til að læra orð og frasa innan ferðaþjónustunnar. Hægt er að æfa sig hvar og hvenær sem er.

Allt á einum stað, á hæfni.is!

Hafðu samband