Undirbúningur hafinn að mótun námslínu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnaði á vordögum stýrihóp til að vinna í samstarfi skólastiga að mótun námslínu til undirbúnings starfa í ferðaþjónustu (e. hospitality). Námslínan vísar til samhengis fleiri námsbrauta á mismunandi skólastigum, námslok á hverju stigi hafa gildi bæði til áframhaldandi náms og í atvinnulífinu. Lögð verður áhersla á að veita reyndu starfsfólki tækifæri til mats á raunfærni til styttingar á námi og/eða til inntöku í nám. 

Vinna stýrihópsins grundvallast á skýrslu um framtíðarskipan náms í ferðaþjónustu sem Hæfnisetrið kynnti á síðasta ári. Markmiðið með skýrslunni var að miðla sýn atvinnulífs og menntakerfis á nám í ferðaþjónustu þannig að sú sýn gæti verið skólum og yfirvöldum leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir greinina. Hæfnisetrið tók að sér að leiða áframhaldandi vinnu við stefnumörkunina.

Í stýrihópnum sitja fulltrúar menntamálaráðuneytis og starfsgreinaráðs, og fulltrúar fræðsluaðila og skóla víðsvegar af landinu.

Hafðu samband