Fyrirtæki í ferðaþjónustu ætla að nýta tímann til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk

Könnun sem Hæfnisetrið sendi út á dögunum til fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að fyrirtæki hafa hug á því að nýta tímann sem skapast vegna samdráttar í komu ferðamanna til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk; en 76% þátttakenda svöruðu spurningunni játandi. Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvort stafræn/rafræn fræðsla myndi nýtast þeim svöruðu 78% játandi. Þau námskeið sem helst voru nefnd eru eftirfarandi:

  • Markaðssetning á netinu 
  • Notkun samfélagsmiðla, Facebook og Instagram 
  • Heimasíðugerð 
  • Tungumálanám 
  • Ólíkir menningarheimar 
  • Þjónustunámskeið, svo sem framkoma og þjónustulund 
  • Sölutækni 
  • Excel 
  • Íslenskukennsla

Hæfnisetrið hefur brugðist við óskum þátttakenda með því að uppfæra fræðsluframboð á heimasíðu sinni.

Skoða fræðsluframboð.

Nánari upplýsingar um námskeiðin eru hjá viðkomandi fræðsluaðilum. Áfram verður unnið að því að setja inn námskeið til að mæta þörfum ferðaþjónustunnar. Hægt er að koma ábendingum til Hæfnisetursins hér.

Könnunin var send á póstlista Hæfnisetursins 25. mars og aftur 22. apríl sl. Alls eru um 1.250 fyrirtæki í ferðaþjónustu á póstlistanum.

Hæfnisetrið þakkar öllum þeim sem gáfu sér tíma til að svara könnuninni.

Hér getur þú skráð þig á póstlista Hæfnisetursins.

Hafðu samband