Stafræn stemning á Norðurlandi

Það var mikill áhugi og góður andi á fundum um stafræna markaðssetningu og gervigreind sem haldnir voru í síðustu viku á Húsavík og Sauðarkróki í boði Hæfnisetursins, SAF og Markaðsstofu Norðurlands.  Hátt í 80 ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi tóku þátt og sérfræðingar miðluðu þekkingu sinni og gáfu hagnýt ráð um helstu skrefin í innleiðingu stafrænnar tækni […]

Góð þáttaka í málþingi um ferðaþjónustu á Vesturlandi

Það var fjölbreytt og fræðandi samtal sem átti sér stað á Málþingi um ferðaþjónustu á Vesturlandi á hótel Hamri í gær en viðburðurinn var sá fyrsti í fundaröð um landið sem Hæfnisetrið stendur fyrir í samvinnu við Markaðsstofur landshlutanna og SAF nú á vordögum. Þar voru ræddar ýmsar hliðar á því hvernig starfsfólki ferðaþjónustu gengur […]

Opnir fundir um ferðaþjónustu vorið 2025

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2025. Á fundunum verður sjónum beint að fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum, eins og starfsánægju, tækniþróun og gervigreind, sagnalist í ferðaþjónustu og fleira. Alls verða sjö fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og málefnin í […]

Getur ferða­þjónustan og ís­lenska þrifist saman?

Nichole-Leigh-Mosty

Grein eftir sérfræðing Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Nichole Leigh Mosty Ferðaþjónusta hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, stuðlað að uppbyggingu innviða, auknum gjaldeyristekjum og stofnun nýrra fyrirtækja. Gáruáhrif ferðaþjónustunnar eru til dæmis jákvæð áhrif á ýmsar aðrar greinar, þar á meðal verslun og þjónustu. Greinin hefur án efa stuðlað að aukinni vitund um íslenska menningu og náttúru […]

Eflum íslensku innan ferðaþjónustunnar

Dagana 25. og 26. mars býður Hæfnisetrið til opinna kynningarfunda á Teams þar sem íslenskan og leiðir til að efla notkun hennar innan ferðaþjónustunnar verða í fyrirrúmi. Kynntar verða hagnýtar leiðir og fjölbreytt stuðningsefni sem nú er aðgengilegt á síðunni okkar hæfni.is til að efla íslenskunotkun á vinnustöðum. Með því að stuðla að notkun íslensku […]

Vel sóttur Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18.febrúar

Fyrsti Menntamorgunn ferðaþjónustunnar á nýju ári var afar vel sóttur og greinilegt að margir í ferðaþjónustunni eru að velta fyrir sér sinni stöðu, hvar sé gott að byrja og hvaða skref séu mikilvægust í stafrænni vegferð. Mögulega sköpuðust fleiri spurningar en svör á fundinum, m.a. um tækifæri og áskoranir varðandi spunagreindina rekstri ferðaþjónustufyrirtæja og hvaða […]

Menntamorgunn 18.febrúar: Snjöll ferðaþjónusta – Ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind

Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli? Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara með góðum hópi gesta […]

Opnar vinnustofur í gerð starfsmannahandbókar

Starfsmannahandbók – lykill að samræmdum starfsháttum og starfsánægju. Það er mikils virði fyrir fyrirtæki að eiga starfsmannahandbók til að tryggja samræmi í starfsháttum, veita starfsfólki skýrar leiðbeiningar, auka skilvirkni og þar með ánægju viðskiptavina og starfsfólksins sjálfs. Með starfsmannahandbók getur starfsfólk auðveldlega nálgast upplýsingar um stefnu og gildi fyrirtækisins sem stuðlar að samræmi í þjónustu […]

Ferðapúlsinn vígður á Mannamótum!

Ferðaþjónustuvikan náði hápunkti síðastliðinn fimmtudag á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Það var margt um manninn og góð stemning eins og alltaf og sérlega hvetjandi að upplifa sköpunarkraftinn, jákvæðnina og samheldnina sem einkennir íslenska ferðaþjónustu.  Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var að sjálfsögðu á staðnum og kynnti þjónustu sína og starfsemi fyrir gestum og gangandi. Við vorum sérlega stolt af […]

Hæfnisetrið kynnir Ferðapúlsinn

Hæfnisetri ferðaþjónustunnar er það mikið gleðiefni að tilkynna að nú hefur loks litið dagsins ljós stafrænt stöðumat fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu undir nafninu Ferðapúlsinn. Hæfnisetrið hefur unnið að þessari lausn undanfarið ár í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF. Tildrög verkefnisins voru samtöl hagaðila innan ferðaþjónustunnar sem sáu þörf hjá greininni á […]

Ratsjáin hefst aftur á nýju ári!

Það er ánægjulegt að segja frá því að fræðsluverkefnið Ratsjáin er að fara aftur í gang árið 2025 í umsjá Íslenska ferðaklasans. Markmið Ratsjárinnar er að styðja stjórnendur í ferðaþjónustunni við að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun í sínum rekstri. Áherslur innan verkefnisins eru á sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu í takti við stefnu stjórnvalda um Ísland […]

Jólakveðja frá Hæfnisetrinu

Um leið og við þökkum samstarfið á liðnu ári, óskum við samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs 2025. Hlökkum til áframhaldandi samtals og samvinnu á nýju ári! Við vekjum athygli á því að skrifstofa Hæfnisetursins verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með mánudeginum 23. desember til 2. janúar.

Fögnum samstarfi við Íslenska ferðaklasann!

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenski ferðaklasinn hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu sem miðar að því að vinna sameiginlega að markmiðum sem efla hæfni og fagmennsku innan ferðaþjónustunnar. Hæfnisetrið sér samstarfið fyrir sér sem mikilvægan hlekk í þeim þróunarverkefnum sem við störfum að sem varða hæfni og gæði í ferðaþjónustunni. Haukur Harðarson verkefnastjóri Hæfnisetursins fagnar þessum öfluga […]

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 4.desember kl. 11:00-12:00. Þar munum við opna á umræðuna og ræða ýmsar leiðir til að […]

Velkomin til starfa

Sólveig Nikulásdóttir hóf störf hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þann 1.október síðastliðinn. Hún hefur undanfarin ár unnið sem vöruþróunarstjóri og í framleiðsluteymi hjá Iceland Travel en áður stýrði hún þar ýmsum nýsköpunarverkefnum og starfaði einnig við sölu-og markaðsmál. Hún stofnaði ferðaskrifstofuna New Moments árið 2008 sem leggur áherslu á menningartengdar upplifanir. Hún er með B.A. próf í […]

Viltu auka hæfni og efla starfsfólkið þitt?

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur litið dagsins ljós nýtt nám í ferðaþjónustu sem greinin hefur um árabil kallað eftir. Þetta nám er svar við ósk greinarinnar um viðurkennt og hagnýtt starfsnám í ferðaþjónustu sem fer fram bæði á vinnustað og í fjarnámi. Hér er því frábært tækifæri fyrir stjórnendur í […]

Hafðu samband