Menntamorgunn 18.febrúar: Snjöll ferðaþjónusta – Ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind

Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli? Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara með góðum hópi gesta […]

Opnar vinnustofur í gerð starfsmannahandbókar

Starfsmannahandbók – lykill að samræmdum starfsháttum og starfsánægju. Það er mikils virði fyrir fyrirtæki að eiga starfsmannahandbók til að tryggja samræmi í starfsháttum, veita starfsfólki skýrar leiðbeiningar, auka skilvirkni og þar með ánægju viðskiptavina og starfsfólksins sjálfs. Með starfsmannahandbók getur starfsfólk auðveldlega nálgast upplýsingar um stefnu og gildi fyrirtækisins sem stuðlar að samræmi í þjónustu […]

Ferðapúlsinn vígður á Mannamótum!

Ferðaþjónustuvikan náði hápunkti síðastliðinn fimmtudag á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Það var margt um manninn og góð stemning eins og alltaf og sérlega hvetjandi að upplifa sköpunarkraftinn, jákvæðnina og samheldnina sem einkennir íslenska ferðaþjónustu.  Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var að sjálfsögðu á staðnum og kynnti þjónustu sína og starfsemi fyrir gestum og gangandi. Við vorum sérlega stolt af […]

Hæfnisetrið kynnir Ferðapúlsinn

Hæfnisetri ferðaþjónustunnar er það mikið gleðiefni að tilkynna að nú hefur loks litið dagsins ljós stafrænt stöðumat fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu undir nafninu Ferðapúlsinn. Hæfnisetrið hefur unnið að þessari lausn undanfarið ár í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofur landshlutanna og SAF. Tildrög verkefnisins voru samtöl hagaðila innan ferðaþjónustunnar sem sáu þörf hjá greininni á […]

Ratsjáin hefst aftur á nýju ári!

Það er ánægjulegt að segja frá því að fræðsluverkefnið Ratsjáin er að fara aftur í gang árið 2025 í umsjá Íslenska ferðaklasans. Markmið Ratsjárinnar er að styðja stjórnendur í ferðaþjónustunni við að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun í sínum rekstri. Áherslur innan verkefnisins eru á sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu í takti við stefnu stjórnvalda um Ísland […]

Jólakveðja frá Hæfnisetrinu

Um leið og við þökkum samstarfið á liðnu ári, óskum við samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs 2025. Hlökkum til áframhaldandi samtals og samvinnu á nýju ári! Við vekjum athygli á því að skrifstofa Hæfnisetursins verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með mánudeginum 23. desember til 2. janúar.

Fögnum samstarfi við Íslenska ferðaklasann!

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Íslenski ferðaklasinn hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu sem miðar að því að vinna sameiginlega að markmiðum sem efla hæfni og fagmennsku innan ferðaþjónustunnar. Hæfnisetrið sér samstarfið fyrir sér sem mikilvægan hlekk í þeim þróunarverkefnum sem við störfum að sem varða hæfni og gæði í ferðaþjónustunni. Haukur Harðarson verkefnastjóri Hæfnisetursins fagnar þessum öfluga […]

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 4.desember kl. 11:00-12:00. Þar munum við opna á umræðuna og ræða ýmsar leiðir til að […]

Velkomin til starfa

Sólveig Nikulásdóttir hóf störf hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þann 1.október síðastliðinn. Hún hefur undanfarin ár unnið sem vöruþróunarstjóri og í framleiðsluteymi hjá Iceland Travel en áður stýrði hún þar ýmsum nýsköpunarverkefnum og starfaði einnig við sölu-og markaðsmál. Hún stofnaði ferðaskrifstofuna New Moments árið 2008 sem leggur áherslu á menningartengdar upplifanir. Hún er með B.A. próf í […]

Viltu auka hæfni og efla starfsfólkið þitt?

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur litið dagsins ljós nýtt nám í ferðaþjónustu sem greinin hefur um árabil kallað eftir. Þetta nám er svar við ósk greinarinnar um viðurkennt og hagnýtt starfsnám í ferðaþjónustu sem fer fram bæði á vinnustað og í fjarnámi. Hér er því frábært tækifæri fyrir stjórnendur í […]

Hverjir koma til Íslands og hvernig náum við til þeirra?

Það var frábær þátttaka á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem haldinn var í morgun í beinu streymi enda afar áhugavert málefni til umræðu sem brennur á mörgum í ferðaþjónustunni: Hverjir það eru sem heimsækja eða vilja heimsækja Ísland og hvernig sé eiginlega best að ná í þá. Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðssvið Íslandsstofu sagði frá ýmsum markaðsaðgerðum þeirra […]

Menntamorgunn 23.október Hverjir koma til Íslands og hvernig náum við til þeirra?

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 23.október frá 11:00-11:45. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook. Á fundinum verður rætt um hvaðan okkar erlendu gestir eru að koma og hvernig er best að ná til þeirra með markvissri markaðssetningu. Góðir gestir flytja erindi: Hverjir eru að koma til Íslands […]

Nýtt: Stafrænt vinnusvæði fyrir stjórnendur

Ferðaþjónustufyrirtækjum stendur nú til boða aðgangur að stafrænu vinnusvæði sem einfaldar stjórnendum að skrifa starfsmannahandbók fyrir sitt fyrirtæki aðlagað að eigin rekstri.  Sniðmátið sem er bæði á íslensku og ensku inniheldur bestu starfsvenjur, lög og reglur og er unnið af sérfræðingum í samvinnu við atvinnugreinina. Ávinningur af því að að nýta sniðmátið er að ferðaþjónustufyrirtæki tryggja að þau séu vel undirbúin til að veita framúrskarandi […]

Undirbúningur árangursríkra atvinnuviðtala

Stefanía Hildur Ásmundsdóttir frá Hagvangi kom í viðtalsþáttinn „Í stuttu máli“ til að fara stuttlega yfir hvað stjórnendum í ferðaþjónustu ber að hafa í huga við undirbúning atvinnuviðtala. Meðal annars kom fram að mikilvægt sé að: Við eigum öll til að vera hlutdrægin og því er mikilvægt stjórnendur sem taka viðtöl séu meðvitaðir um það, […]

Bara tala – verkfæri sem styður við íslenskunám

Appið Bara tala hefur vakið mikla athygli og byggir það á gervigreind og íslenskri máltækni. Samtal hófst milli Bara tala og Hæfnisetursins fyrr á árinu þegar Bara tala innleiddi fagorðalista ferðaþjónustunnar sem þróaðir voru á sínum tíma í samvinnu við starfsfólk í ferðaþjónustu og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar.  Bryndís Skarphéðinsdóttir hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar ræddi við Jón Gunnar Þórðarson, […]

Hvaða væntingar hefur Z kynslóðin til stjórnenda?

Í framhaldi af Menntamorgni fyrr á árinu sem bar heitið “Ráðningar og Z kynslóðin” var Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra sjálfbærni og menningar hjá Símanum, boðið í örþáttinn „Í stuttu máli“ þar sem hún kom inn á það helsta varðandi væntingar Z kynslóðar (fólk sem fætt er 1995-2012) til stjórnenda. Þar kom meðal annars fram að […]

Hafðu samband