Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar […]

Menntamorgunn: Aðgerðaáætlun ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum aðgerðaáætlunnar ferðamálastefnu til 2030. Fyrstu drög aðgerða voru nýlega birt í samráðsgátt. Áhersla fundarins verður á tillögur aðgerða sem efla hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Hægt verður að fylgjast með í streymi […]

Áreitni og ofbeldi á vinnustað

Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum […]

Menntamorgunn: Samskipti og líðan á vinnustað

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 3. október nk. kl. 11.30 – 12.15. Á fundinum verður sjónum beint að samskiptum og líðan á vinnustað með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Hægt verður að fylgjast með í streymi á facebook viðburðinum. Dagskrá: EKKO Verkefnið: Verkfæri og fræðsluefniSara Hlín Hálfdanardóttir, sérfræðingur hjá […]

Könnun um stafræna hæfni innan ferðaþjónustunnar

Hver er þín þörf á fræðslu í stafrænum lausnum? Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, SAF, Íslenski Ferðaklasinn og Áfangastaðastofur landshlutanna hafa ákveðið að fara sameiginlega í verkefni til að auka stafræna hæfni í greininni. Til að meta þörf fyrir fræðslu á stafrænum lausnum fyrir greinina biðjum við þig um að svara eftirfarandi könnun. Markmið könnunar er að […]

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leggur áherslu á fræðslu og forvarnir varðandi áreitni og ofbeldi í atvinnulífinu og hefur því birt fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk um forvarnir og viðbrögð á hæfni.is. Því miður sýna rannsóknir að starfsfólk í ferðaþjónustu er í hættu á að verða fyrir kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað. Samkvæmt rannsókn á kynferðislegri áreitni […]

Fjársjóður í ferðaþjónustu

Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur  höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum […]

Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er gefið gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu. Helstu verkefni á árinu voru: Eitt af verkfærunum sem voru gefin út á árinu eru leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Hátt hlutfall starfsfólks í ferðaþjónustu er af erlendum uppruna og mikilvægt er […]

Menntamorgunn: Nýtt nám í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður kynning á nýju námi í ferðaþjónustu sem var þróað í samvinnu við atvinnugreinina og menntakerfin. Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á facebook viðburðinum. Dagskrá: Hæfni er grunnur að gæðumHaukur […]

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er […]

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar verður á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Ólína og Margrét hlakka til að sjá ykkur sem flest og fá tækifæri til þess að kynna fyrir ykkur ókeypis verkfæri sem styðja við fræðslu, þjálfun og starfsánægju. Sjáumst á morgun 19.janúar í Kórnum

Heimsókn menningar- og viðskipta­ráðherra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þann 11. janúar síðastliðinn og fundaði með starfsfólki og stýrihóp Hæfnisetursins. Ráðherra fékk kynningu á verkefnum og verkfærum Hæfnisetursins. Auk þess var rætt um framkvæmd námslínu í ferðaþjónustu. Við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna. Á myndinni frá vinstri til hægri: Elías Bj. Gíslason (Ferðamálastofa), Ingvi Már […]

Menntamorgunn um markaðssetningu

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 1. desember nk.   kl. 9.00.  Á fundinum verður sjónum beint að markaðssetningu fyrirtækja á samfélagsmiðlum. Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á facebooksíðu Hæfnisetursins. DAGSKRÁ: Markaðssetning í gegnum Meta (Facebook og Instagram)Erla Arnbjarnardóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara. ÁST – áreiðanleiki – […]

Samstarf um framkvæmd námslínu í ferðaþjónustu

Fyrsti fundur samstarfsaðila um nám í ferðaþjónustu var haldinn á Akureyri í september s.l. Meginefni fundarins og samstarfsins lítur að framkvæmd á námsbraut í ferðaþjónustu sem er í vottunarferli hjá Menntamálastofnun. Námslínan er ætluð fólki sem starfar innan ferðaþjónustu eða sér þar mögulega sinn starfsvettvang til framtíðar. Miðað er við að námið verði einnig lagað […]

Nýr upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað nýtt verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu. Um er að ræða upplýsinga- og fræðsluvefinn goodtoknow.is sem hefur það að markmiði að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og gagnlegar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu. Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, […]

Hafðu samband