Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er […]

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar verður á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Ólína og Margrét hlakka til að sjá ykkur sem flest og fá tækifæri til þess að kynna fyrir ykkur ókeypis verkfæri sem styðja við fræðslu, þjálfun og starfsánægju. Sjáumst á morgun 19.janúar í Kórnum

Heimsókn menningar- og viðskipta­ráðherra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þann 11. janúar síðastliðinn og fundaði með starfsfólki og stýrihóp Hæfnisetursins. Ráðherra fékk kynningu á verkefnum og verkfærum Hæfnisetursins. Auk þess var rætt um framkvæmd námslínu í ferðaþjónustu. Við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna. Á myndinni frá vinstri til hægri: Elías Bj. Gíslason (Ferðamálastofa), Ingvi Már […]

Menntamorgunn um markaðssetningu

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 1. desember nk.   kl. 9.00.  Á fundinum verður sjónum beint að markaðssetningu fyrirtækja á samfélagsmiðlum. Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á facebooksíðu Hæfnisetursins. DAGSKRÁ: Markaðssetning í gegnum Meta (Facebook og Instagram)Erla Arnbjarnardóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara. ÁST – áreiðanleiki – […]

Samstarf um framkvæmd námslínu í ferðaþjónustu

Fyrsti fundur samstarfsaðila um nám í ferðaþjónustu var haldinn á Akureyri í september s.l. Meginefni fundarins og samstarfsins lítur að framkvæmd á námsbraut í ferðaþjónustu sem er í vottunarferli hjá Menntamálastofnun. Námslínan er ætluð fólki sem starfar innan ferðaþjónustu eða sér þar mögulega sinn starfsvettvang til framtíðar. Miðað er við að námið verði einnig lagað […]

Nýr upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað nýtt verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu. Um er að ræða upplýsinga- og fræðsluvefinn goodtoknow.is sem hefur það að markmiði að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og gagnlegar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu. Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, […]

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar: Gott að vita

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 12. október nk.   kl. 9.00. í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Nú er komið að því að við hittumst í „raunheimum“ aftur eftir rúm tvö ár.Boðið verður upp á léttar veitingar. Við munum jafnframt streyma fundinum á facebook síðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.  Á fundinum verður sjónum beint að mikilvægi góðrar upplýsingagjafar. Kynnt […]

Nýr hlaðvarpsþáttur um erlent starfsfólk

Nýr þáttur Ferðarinnar er kominn út. Í þessum þætti ræðir Bryndís við forstöðukonu Fjölmenningarsetursins, Nichole Leigh Mosty og Aleksöndru Leonardsdóttur, sérfræðing hjá ASÍ og segja þær stöllur frá eigin upplifun við að flytja til Íslands, fjölmenningarhæfni í fyrirtækjum og mikilvægi þess að huga vel að erlendu starfsafli í ferðaþjónustu. Ferðin – sögur úr ferðaþjónustunni er hlaðvarpsþáttur […]

Hugum vel að þjálfun starfs­fólks í ferða­þjónustu – þannig græða allir

Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu […]

Nýr hlaðvarpsþáttur kominn í loftið 

Ferðin – sögur úr ferðaþjónustunni er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar fær stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja til sín í létt spjall. Viðmælendur deila reynslu sinni, segja frá helstu áskorunum í starfi og gefa góð ráð. Einnig koma fram sérfræðingar og fjalla um málefni ferðaþjónustunnar hverju sinni. Hlaðvarpið er ætlað öðrum til innblásturs og hvatningar.  Fyrsti gestur […]

Nýtt fræðsluefni sem nýtist við þróun og móttöku nýs starfsfólks

Nýliðaþjálfun er nýtt fræðslu- og stuðningsefni á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Efninu er ætlað að auðvelda stjórnendum í ferðaþjónustu að taka á móti nýju starfsfólki. Þar má finna gátlista, myndbönd, verkferla, námskeið og góð ráð. Dæmi um fræðslu- og stuðningsefni í Nýliðaþjálfun: Fyrir stjórnendur Fjármögnun Fræðslu- og þjálfunaráætlun Ráðgjöf og þjónusta Ráðningarferli erlends starfsfólks Seigluráð Fyrir […]

Góð þjónusta – hvað þarf til? Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 25. maí 

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki.   Kynnt verður fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og hvaða leiðir er hægt að fara til […]

Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt

Í grein sem birtist á Vísi í dag vekur Haukur Harðarson, verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, athygli á nýútkomnum leiðbeiningum sem ætlað er að auðvelda ráðningarferlið og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Hér á eftir má lesa greinina. Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er […]

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2021 er komin út

Ráðherra ferðamála, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, rýnir í framtíð ferðaþjónustunnar í nýútkominni ársskýrslu Hæfnisetursins. Hún segir gott starfsfólk vera lykilatriði í upplifun ferðamanna og það þurfi að setja mönnun, hæfni og fagmennsku í forgrunn til að viðspyrnan verði sem árangursríkust.    „Ferðaþjónusta er þekkingargrein sem byggist á starfsfólki, hæfni þess og þekkingu. Til að tryggja að […]

Nýjar leiðbeiningar – Erlent starfsfólk og ráðningarferlið

Erlendir ríkisborgarar sem koma hingað til starfa þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila […]

Erlent starfsfólk og ráðningarferlið: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 1. mars

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.  Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki […]