Nýtt: Stafrænt vinnusvæði fyrir stjórnendur

Ferðaþjónustufyrirtækjum stendur nú til boða aðgangur að stafrænu vinnusvæði sem einfaldar stjórnendum að skrifa starfsmannahandbók fyrir sitt fyrirtæki aðlagað að eigin rekstri.  Sniðmátið sem er bæði á íslensku og ensku inniheldur bestu starfsvenjur, lög og reglur og er unnið af sérfræðingum í samvinnu við atvinnugreinina. Ávinningur af því að að nýta sniðmátið er að ferðaþjónustufyrirtæki tryggja að þau séu vel undirbúin til að veita framúrskarandi […]

Undirbúningur árangursríkra atvinnuviðtala

Stefanía Hildur Ásmundsdóttir frá Hagvangi kom í viðtalsþáttinn „Í stuttu máli“ til að fara stuttlega yfir hvað stjórnendum í ferðaþjónustu ber að hafa í huga við undirbúning atvinnuviðtala. Meðal annars kom fram að mikilvægt sé að: Við eigum öll til að vera hlutdrægin og því er mikilvægt stjórnendur sem taka viðtöl séu meðvitaðir um það, […]

Bara tala – verkfæri sem styður við íslenskunám

Appið Bara tala hefur vakið mikla athygli og byggir það á gervigreind og íslenskri máltækni. Samtal hófst milli Bara tala og Hæfnisetursins fyrr á árinu þegar Bara tala innleiddi fagorðalista ferðaþjónustunnar sem þróaðir voru á sínum tíma í samvinnu við starfsfólk í ferðaþjónustu og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar.  Bryndís Skarphéðinsdóttir hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar ræddi við Jón Gunnar Þórðarson, […]

Hvaða væntingar hefur Z kynslóðin til stjórnenda?

Í framhaldi af Menntamorgni fyrr á árinu sem bar heitið “Ráðningar og Z kynslóðin” var Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra sjálfbærni og menningar hjá Símanum, boðið í örþáttinn „Í stuttu máli“ þar sem hún kom inn á það helsta varðandi væntingar Z kynslóðar (fólk sem fætt er 1995-2012) til stjórnenda. Þar kom meðal annars fram að […]

Sumarlokun til 6. ágúst

Starfsfólk Hæfnisetursins fer í sumarfrí frá og með deginum í dag og snýr aftur til vinnu þriðjudaginn 6. ágúst 2024. Við þökkum samstarfsaðilum og ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við fjölmörg spennandi verkefni sem eru framundan í haust! Sumarkveðja frá starfsfólki Hæfnisetursins,Bryndís SkarphéðinsdóttirHaukur HarðarsonNichole Leigh MostyÓlína Laxdal

Stafræn þróun lykilatriði fyrir samkeppnisforskot fyrirtækja

Á afmælisráðstefnu SAF í lok síðasta árs hélt Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, erindi sem bar heitið „Munu tæknifyrirtæki taka yfir ferðaþjónustubransann„? Það voru eflaust margir uggandi yfir slíkri spurningu enda opnaði Tryggvi með „Verið hjartanlega velkomin á hræðsluerindi dagsins!“ en spurningin sjálf var viljandi sett fram til að ögra og […]

Einfaldar leiðir til að bæta flokkunarárangur

Það urðu breytingar á lögum í úrgangsmálum árið 2023 þar sem sama flokkunarkerfi var látið gilda um allt land. Samhliða breytingunni var byrjað að innheimta gjöld fyrir ranga meðhöndlun úrgangs, þar sem það er dýrara fyrir þjónustuaðila að koma óendurvinnanlegum úrgang í farveg. Þessi breyting þýðir að það getur orðið dýrkeypt fyrir fyrirtæki að flokka […]

Örþættir „Í stuttu máli“ um öryggismenningu

Í framhaldi af Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem haldinn var í maí voru tekin viðtöl við viðmælendur um þema fundarins, öryggi í ferðaþjónustu. Tveir stuttir menntaspjallsþættir voru birtir í framhaldinu. Annars vegar ræðir Bryndís Skarphéðinsdóttir hjá Hæfnisetrinu við Gísla Níls Einarsson, framkvæmdastjóra Öryggisstjórnunar og Reyni Guðjónsson, öryggisstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur um það hvernig stjórnendur í ferðaþjónustu geta […]

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 birt

Í ársskýrslunni gefst gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu. Árið einkenndist af samtali og samvinnu við fjölmarga hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Meðal verkefna og afurða á árinu voru: Ferðamálastjóri, Arnar Már Ólafsson, nefnir í ávarpi sínu að Hæfnisetrið hafi aukið veg og virðingu fyrir störfum í ferðaþjónustu og segir: ”Setrinu […]

Hvernig á að stuðla að góðri öryggismenningu?

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram í morgun í streymi þar sem mikilvægt málefni var tekið fyrir sem varðar okkur öll – öryggi í ferðaþjónustu og hvernig stjórnendur geta stuðlað að góðri öryggismenningu. Gísli Nils Einarsson, framkvæmdastjóri Öryggisstjórnunar byrjaði á innihaldsríku erindi um áskoranir og tækifæri í öryggismálum í ferðaþjónustu. Á eftir honum fræddi Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur […]

Menntamorgunn 14. maí: Öryggi í fyrsta sæti

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00-9:45. Á fundinum verður sjónum beint að öryggismálum – gerð öryggisáætlana, áskoranir og tækifæri, hvernig sé hægt að stuðla að öryggismenningu innan fyrirtækja ásamt innsýn í reynslusögu ferðaþjónustufyrirtækis. Dagskrá: Öryggismál í ferðaþjónustu – Áskoranir og tækifæriGísli Nils Einarsson, framkvæmdastjóri […]

Aukin gæði í þjónustu og sölu: Árangurssaga

Síðasta haust fór fram fundur tengdum ferðaþjónustu á Reykjanesinu þar sem gæði þjónustu og upplifun viðskiptavina var meðal annars umræðuefnið. Á þeim fundi komst Blue Car Rental í samband við Ólínu hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Blue Car Rental hefur undanfarin ár lagt gríðarlega mikla áherslu á aukin gæði í þjónustu og sölu með það fyrir augum […]

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar var vel sóttur

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar var einstaklega vel sóttur í streymi enda erindin mjög áhugaverð. Þar fengu áhorfendur innsýn í þarfir Z kynslóðar á vinnustað, góð ráð fyrir ráðningarviðtöl og gerð ráðningasamninga, ásamt innsýn í hvernig ferðaþjónustufyrirtæki með 48 starfandi þjóðerni hefur stuðlað að fræðslu og jákvæðri menningu á vinnustað.  Kíktu á upptökuna hér: Ráðningar og Z kynslóðin. Næsti […]

Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi. Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z […]

Samstarf um Menntamorgna ferðaþjónustunnar

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar hafa hingað til verið samvinnuverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Nú hafa Hæfnisetrið og SAF sameinað krafta sína með Markaðsstofum landshlutanna og eru Menntamorgnarnir nú samstarfsverkefni þessa þriggja aðila. Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði greinarinnar á Íslandi.  […]

Íslenskukennslu appið Bara tala innleiðir fagorðalista ferðaþjónustunnar

Samtal hófst milli framkvæmdastjóra Bara tala og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eftir að fyrirtækið hlaut viðurkenninguna sem Menntasproti ársins. Íslenskukennslu appið Bara tala byggir á gervigreind og máltækni og veitir góðan stuðning við starfsfólk í ferðaþjónustu sem eru að taka fyrstu skrefin í að læra íslensku. Sammælst var um mikilvægi þess að stuðla að aukinni notkun íslensku í […]

Hafðu samband