Menntamorgunn ferðaþjónustunnar var vel sóttur

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar var einstaklega vel sóttur í streymi enda erindin mjög áhugaverð. Þar fengu áhorfendur innsýn í þarfir Z kynslóðar á vinnustað, góð ráð fyrir ráðningarviðtöl og gerð ráðningasamninga, ásamt innsýn í hvernig ferðaþjónustufyrirtæki með 48 starfandi þjóðerni hefur stuðlað að fræðslu og jákvæðri menningu á vinnustað.  Kíktu á upptökuna hér: Ráðningar og Z kynslóðin. Næsti […]

Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi. Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z […]

Samstarf um Menntamorgna ferðaþjónustunnar

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar hafa hingað til verið samvinnuverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Nú hafa Hæfnisetrið og SAF sameinað krafta sína með Markaðsstofum landshlutanna og eru Menntamorgnarnir nú samstarfsverkefni þessa þriggja aðila. Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði greinarinnar á Íslandi.  […]

Íslenskukennslu appið Bara tala innleiðir fagorðalista ferðaþjónustunnar

Samtal hófst milli framkvæmdastjóra Bara tala og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eftir að fyrirtækið hlaut viðurkenninguna sem Menntasproti ársins. Íslenskukennslu appið Bara tala byggir á gervigreind og máltækni og veitir góðan stuðning við starfsfólk í ferðaþjónustu sem eru að taka fyrstu skrefin í að læra íslensku. Sammælst var um mikilvægi þess að stuðla að aukinni notkun íslensku í […]

”Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“

Menntadagur atvinnulífsins fór fram í síðustu viku undir yfirskriftinni Göngum í takt – er menntakerfið að halda í við þarfir atvinnulífsins? ELKO hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins. Árið 2019 hófst markviss og stefnumiðuð vinna í fræðslumálum starfsfólks hjá fyrirtækinu. Markmiðið var og er að skapa jákvæða fræðslumenningu til að stuðla að framúrskarandi þjónustu og ánægju viðskiptavina. Viðurkenningin sýnir […]

Nichole ráðin til Hæfnisetursins

Nichole-Leigh-Mosty

Nichole Leigh Mosty tekur við hlutastarfi hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Nichole er fædd í Bandaríkjunum en hefur dvalið og starfað á Íslandi í yfir 20 ár. Nichole er með B.Ed – próf í leikskólakennarafræðum og M.Ed próf í náms og kennslufræði. Hún hefur starfað sem Leikskólastjóri, Alþingiskona, Forstöðumaður Fjölmenningarsetursins, Forkona hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna […]

Ferðaþjónustan getur tekið sjálfbærni skrefinu lengra

Bláa lónið hlýtur viðurkenningu

Bláa lónið hlýtur hvatningarverðlaun á degi ábyrgrar ferðaþjónustu Þann 17. janúar var dagur ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni. Eliza Reid forsetafrú afhenti hvatningarverðlaun ársins í Grósku en Bláa lónið hlaut heiðurinn fyrir áherslu sína á sjálfbærni í allri sinni starfsemi. Í lok viðburðarins hvatti Ásta Kristín hjá Íslenska ferðaklasanum ferðaþjónustuna til að taka skýra […]

Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar […]

Menntamorgunn: Aðgerðaáætlun ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum aðgerðaáætlunnar ferðamálastefnu til 2030. Fyrstu drög aðgerða voru nýlega birt í samráðsgátt. Áhersla fundarins verður á tillögur aðgerða sem efla hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Hægt verður að fylgjast með í streymi […]

Áreitni og ofbeldi á vinnustað

Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum […]

Menntamorgunn: Samskipti og líðan á vinnustað

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 3. október nk. kl. 11.30 – 12.15. Á fundinum verður sjónum beint að samskiptum og líðan á vinnustað með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Hægt verður að fylgjast með í streymi á facebook viðburðinum. Dagskrá: EKKO Verkefnið: Verkfæri og fræðsluefniSara Hlín Hálfdanardóttir, sérfræðingur hjá […]

Könnun um stafræna hæfni innan ferðaþjónustunnar

Hver er þín þörf á fræðslu í stafrænum lausnum? Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, SAF, Íslenski Ferðaklasinn og Áfangastaðastofur landshlutanna hafa ákveðið að fara sameiginlega í verkefni til að auka stafræna hæfni í greininni. Til að meta þörf fyrir fræðslu á stafrænum lausnum fyrir greinina biðjum við þig um að svara eftirfarandi könnun. Markmið könnunar er að […]

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leggur áherslu á fræðslu og forvarnir varðandi áreitni og ofbeldi í atvinnulífinu og hefur því birt fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk um forvarnir og viðbrögð á hæfni.is. Því miður sýna rannsóknir að starfsfólk í ferðaþjónustu er í hættu á að verða fyrir kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustað. Samkvæmt rannsókn á kynferðislegri áreitni […]

Fjársjóður í ferðaþjónustu

Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur  höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum […]

Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er gefið gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu. Helstu verkefni á árinu voru: Eitt af verkfærunum sem voru gefin út á árinu eru leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Hátt hlutfall starfsfólks í ferðaþjónustu er af erlendum uppruna og mikilvægt er […]

Hafðu samband