Grein eftir sérfræðing Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Nichole Leigh Mosty
Ferðaþjónusta hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, stuðlað að uppbyggingu innviða, auknum gjaldeyristekjum og stofnun nýrra fyrirtækja. Gáruáhrif ferðaþjónustunnar eru til dæmis jákvæð áhrif á ýmsar aðrar greinar, þar á meðal verslun og þjónustu. Greinin hefur án efa stuðlað að aukinni vitund um íslenska menningu og náttúru sem og jákvæð áhrif á ímynd landsins á alþjóðlegum vettvangi.Fjöldi alþjóðlegra gesta vaxið hefur gríðarlega, úr um 488.600 árið 2010 í yfir 2,2 milljónir árið 2023, og samvkæmt OECD hefur þetta innstreymi ferðamanna átt verulegan þátt í landsframleiðslu, sem dæmi nam um 8,6% af heildarlandsframleiðslu árið 2022. Ferðaþjónustan hefur einnig gegnt lykilhlutverki í að auka menningarlega fjölbreytni á Íslandi. Innstreymi alþjóðlegra gesta og starfsfólks í ferðaþjónustu hefur auðgað menningarlegt landslag okkar og gert Ísland að öflugra inngildandi samfélagi.
Greinina í heild sinni má lesa hér: https://www.visir.is/g/20252703532d/-getur-ferdathjonustan-og-islenska-thrifist-saman-