Fyrirtæki geta fengið styrki til að fjármagna fræðslu
Í tengslum við kjarasamninga árið 2000 var samið um stofnun sérstakra sjóða sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki geta sótt um styrk til starfsmenntasjóða vegna þeirra fræðslu sem þau bjóða sínu starfsfólki upp á. Með einni […]
Fræðslumálin tekin föstum tökum hjá Grillhúsinu
Haustið 2016 byrjaði Eva Karen Þórðardóttir sem starfsmannastjóri hjá Grillhúsinu og fyrirtækjum þess. Hún byrjaði á að rýna í starfsemina og taka viðtöl við starfsfólkið. Þessi viðtöl gáfu henni mjög skýra sýn á hvað mátti betur fara og hvað var verið að gera vel. Í framhaldinu voru reglur og ferlar skoðaðir vel. Starfsmannahandbók var skrifuð […]
Klasasamstarf skiptir máli fyrir smærri fyrirtæki.
Hveragerði er sjóðandi heitur bær þar sem náttúrufegurð Suðurlands er í fullum blóma. Frumskógar gistihús er fjölskyldurekið gistihús í bænum og þar starfa tveir til fimm starfsmenn eftir árstíðum. Við erum þátttakendur í klasasamstarfi um fræðslu ásamt nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum í Hveragerði segir Kolbrún Bjarnadóttir eigandi. Að vera hluti af slíkum klasa gerir okkur kleift að […]
Klasasamstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu
Á síðasta ári var farið af stað með klasaverkefni í ferðaþjónustu en verkefnið var fjármagnað af Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í verkefninu voru Frost og funi, Skyrgerðin-Cafe & Bistro, Hótel Örk, Almar bakari og Gistiheimilið Frumskógar, öll í Hveragerði. Um tilraunaverkefni var að ræða, þar sem greindar voru […]
Upplýsingaveita til ferðamanna-Málþing í Borgarnesi
Málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna var haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi 8. júní sl. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tók þátt í málþinginu. Haukur Harðarson var með kynningu á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem hann fór meðal annars yfir markmið og tilgang setursins Mörg önnur áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu þar á meðal flutti Gary Breen, Head of […]
Fyrsti fundur fagráðs og stýrihóps
Fyrsti sameiginlegi fundur fagráðs og stýrihóps í Hæfnisetri ferðaþjónustunnar var haldin í Húsi atvinnulífsins þann 6. júní sl. Tilgangur fundarins var að marka stefnu um hlutverk, framtíðarsýn og gildi Hæfniseturins. Ellefu einstaklingar sóttu fundinn fyrir utan starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar sem hýsa verkefnið samkvæmt þjónustusamningi við Stjórnstöð ferðamála og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Framtíðarsýn Hæfnisetursins er að ferðaþjónustan […]
Nám fyrir starfsþjálfa á vinnustað
Námskeið fyrir starfsþjálfa er byggt á TTRAIN verkefninu og hentar öllum þeim sem koma að þjálfun starfsfólks innan ferðaþjónustufyrirtækja. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu. Einnig er farið í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og hvernig hægt sé að hvetja starfsfólk til þátttöku og ábyrgðar í sinni vinnu. Samhliða […]
Samstarfssamningur við Kompás þekkingarsamfélagið
Í dag undirrituðu Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins samstarfssamning er styður markmið og starfsemi samningsaðila með öflugu samstarfi og í framkvæmd ýmissa verkefna. FA vistar nýstofnað Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fellur samstarfssamningurinn vel að þeim verkefnum sem þar er unnið að. Með samstarfssamningnum er m.a. verið að hvetja til […]
Hæfnisetrið kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar
Í síðustu viku var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) með opnun vefsíðu og öðru kynningarefni. Kynningin fór fram á fundi fagnefnda 15. mars og síðar í Hörpu á sjálfum ársfundi SAF, Ferðaþjónustudeginum, degi síðar, 16. mars sl. Mikill fjöldi félagsmanna SAF og gesta sótti ársfundinn og var bás Hæfnisetursins fjölsóttur enda alltaf […]
Grunnnámskeið fyrir almennt starfsfólk veitingahúsa
Skerpa býður upp á námskeið fyrir fólk í veitingasal. Leiðbeinendur eru framreiðslumenn með meistararéttindi og yfir 30 ára starfsreynslu í faginu. Efnið er sniðið að þörfum eigenda og rekstraraðila veitingahúsa sem vilja efla sölustarf og verkþekkingu hjá sínu starfsfólki. Efnið er miðað að starfsfólki í veitingasal öðrum en sveinum, nemum og meisturum í framreiðslu. Nánari […]
Fjarkinn – Fjögur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuna
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi hefur skipulagt fjögur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila. Námskeiðin eru haldin á vinnustaðnum eða í húsnæði Fræðslusetursins ( Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri eða Höfn í Hornafirði). Námskeiðin eru: 1) Ferðaþjónusta,umhverfi og mennning, 2) Þjónusta og gestrisni, 3) Mannauðurinn og vinnustaðurinn og 4) Meðferð matvæla – ofnæmi og óþol. Sjá nánar […]
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað
Ferðamálaráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifaði undir samning 18. jan. sl. við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála, á grundvelli samþykktar Alþingis frá því í október 2016, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til að auka hæfni í ferðaþjónustu. Í Vegvísi í ferðaþjónustu sem gefin var út í október 2015 er fyrst og fremst lögð áhersla á sjö […]