Fyrirtæki geta fengið styrki til að fjármagna fræðslu

Í tengslum við kjarasamninga árið 2000 var samið um stofnun sérstakra sjóða sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki geta sótt um styrk til starfsmenntasjóða vegna þeirra fræðslu sem þau bjóða sínu starfsfólki upp á.

Með einni umsókn á Áttinni getur fyrirtækið sótt um í marga sjóði samtímis ef starfsmenn fyrirtækisins eru í mismunandi stéttarfélögum.

Fyrirtæki með starfsfólk sem eru félagsmenn VR/LÍV geta sótt um styrki vegna náms og fræðslu starfsmanna til Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til Starfsafls.
Fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru með starfsfólk í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni geta sótt um styrki til Landsmenntar.
Sjóður SA og Sambands stjórnendafélaga styrkja nám og fræðslu til fyrirtækja sem eru innan aðildarfélaga sambandsins.
Rafiðnaðarskólinn veitir þeim fyrirtækjum sem greiða af starfsmönnum sínum til Menntasjóðs rafiðnaðarins styrki vegna náms og fræðslu sinna stafsmanna.
Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til IÐUNNAR eiga rétt á að sækja um fræðslustyrk vegna starfstengdra námskeiða.

Kynnið ykkur reglur sjóðanna á heimasíðum þeirra og sækið um á einu og sama eyðublaðinu í alla sjóðina í einu á www.attin.is

Hafðu samband