Nám fyrir starfsþjálfa á vinnustað

Námskeið fyrir starfsþjálfa er byggt á TTRAIN verkefninu og hentar öllum þeim sem koma að þjálfun starfsfólks innan ferðaþjónustufyrirtækja.

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu. Einnig er farið í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og hvernig hægt sé að hvetja starfsfólk til þátttöku og ábyrgðar í sinni vinnu.

Samhliða fræðslunni fá þátttakendur tækifæri til þess að skipuleggja og framkvæma þjálfun á vinnustað þar sem aðferðir og hugmyndir af námskeiðinu eru notaðar. Þetta fyrirkomulag styrkir verðandi starfsþjálfa í sjálfstæðum vinnubrögðum undir handleiðslu.

Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun ESB. Verkefnisstjórn er í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og einnig taka þátt í því Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst. Erlendir samstarfsaðilar eru frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu

Þjálfunin fer fram í sex lotum sem hver um sig leggur áherslu á ákveðna hæfniþætti sem eru þjálfaðir undir handleiðslu kennara. Þrjár staðlotur fara fram í Reykjavík og þá mæta þátttakendur í 6 klst. í senn en þess á milli er gert ráð fyrir að þeir vinni sjálfstætt að verkefnum á vinnustað sem tengjast þeirra starfssviði.

Allar nánari upplýsingar eru á vef SAF.

Hafðu samband