Hæfnisetrið kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar

Í síðustu viku var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) með opnun vefsíðu og öðru kynningarefni. Kynningin fór fram á fundi fagnefnda 15. mars og síðar í Hörpu á sjálfum ársfundi SAF, Ferðaþjónustudeginum, degi síðar, 16. mars sl.

Mikill fjöldi félagsmanna SAF og gesta sótti ársfundinn og var bás Hæfnisetursins fjölsóttur enda alltaf mikilvægt að ná spjalli við félagsmenn SAF. Kynningin tókst vel og við fengum fjölmargar ábendingar sem verða nýttar.

Á myndinni má sjá Hauk Harðarson hjá Fræðslumiðstöð atvinnnulífsins og Maríu Guðmundsdóttur hjá SAF glöð og kát við nýja kynningarefnið á bás Hæfnisetursins.

 

Hafðu samband