Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi hefur skipulagt fjögur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila. Námskeiðin eru haldin á vinnustaðnum eða í húsnæði Fræðslusetursins ( Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri eða Höfn í Hornafirði).
Námskeiðin eru: 1) Ferðaþjónusta,umhverfi og mennning, 2) Þjónusta og gestrisni, 3) Mannauðurinn og vinnustaðurinn og 4) Meðferð matvæla – ofnæmi og óþol.