Upplýsingaveita til ferðamanna-Málþing í Borgarnesi

Málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna var haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi 8. júní sl. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tók þátt í málþinginu. Haukur Harðarson var með kynningu á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem hann fór meðal annars yfir markmið og tilgang setursins
Mörg önnur áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu þar á meðal flutti Gary Breen, Head of Consumer Engagement frá Fáilte Ireland erindi sem hann kallaði Tourist Information in Ireland.
Hæfnisetrið tók einnig þátt í tveimur vinnustofum um gæða-, umhverfis- og fræðslumál. Haukur Harðarson og Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetrinu stýrðu vinnustofu um fræðslumál þar sem verkefnið var að kortleggja störf við upplýsingagjöf til ferðamanna. Markmið verkefnisins var að greina hvaða störf tengjast upplýsingagjöf til ferðamanna ásamt því að fá yfirsýn yfir störf í upplýsingagjöf og nýta þær upplýsingar til að móta og greina áhersluþætti í fræðslu fyrir ferðamenn.
Í framhaldinu er stefnt að því að fram fari hæfnigreiningar starfa í upplýsingamiðstöðvum sem framkvæmd verður með haustinu. Gert er ráð fyrir að niðurstöðurnar gætu orðið grunnur að námskeiðum og jafnframt mætti  nýta þær til námskrágerðar eða raunfærnimats.

Hafðu samband