Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar 2019. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 18. desember nk.   Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 – óskað eftir tilnefningum

Það má alltaf gera gott betra og því er mikilvægt að þjálfa og fræða starfsfólk

Hótel Hvolsvöllur býður upp á vinalega gistingu í fallegu umhverfi. Hótelið er búið 64 herbergjum. Starfsmenn leggja sig fram við að veita frábæra þjónustu og vilja að gestirnir eigi góðar minningar eftir dvölina hjá þeim. Þess vegna er mikill vilji að fara í markvissa þjálfun og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands […]

Bjórböðin hljóta nýsköpunarverðlaun SAF 2018

Bjórböðin á Árskógssandi hljóta nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2018. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Bjórböðunum verðlaunin á 20 ára afmæli Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica laugardagskvöldið 10. nóvember. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að […]

Vilja gera góðan vinnustað betri með markvissri þjálfun og fræðslu til starfsfólks

Hótel Víking og Fjörukráin eru staðsett í miðbæ Hafnarfjaðar og er lítið persónulegt fyrirtæki í hótel – og veitingarekstri. Fyrirtækið hefur verið rekið af Jóhannesi Viðari Bjarnasyni í 28. ár eða síðan 10.  maí 1990.  Á hótelinu eru 55 herbergi. Fjörukráin er landsþekkt fyrir sínar Víkingaveislur og þykir skara fram úr.  Fjaran/Valhöll er opið fyrir […]

Lagt af stað í metnaðarfullt fræðslustarf þar sem áherslan verður á sérsniðna þjálfun og fræðslu

Hótel Selfoss hefur undirritað samstarfssamning um þjálfun og fræðslu við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands. Verkefnastjóri í verkefninu verður Dýrfinna Sigurjónsdóttir og mun hún aðstoða stjórnendur við að koma á markvissri þjálfun og fræðslu fyrir starfsmenn. Hótel Selfoss er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á Selfossi. Hótelið býður upp á 139 glæsileg herbergi en árið 2016 […]

Aukin verðmætasköpun með fræðslu og þjálfun

Hótel Skaftafell og söluskálinn Freysnesi er fjölskyldurekið fyrirtæki.  Hótel Skaftafell sem Anna María Ragnarsdóttir stýrir ásamt fjölskyldu sinni er staðsett í einni af náttúruperlum Íslands og er því fullkomin staður til að gista á ef maður vill kanna stórkostlega náttúru. Hótelið býður upp á 63 herbergi ásamt veitingastað og bar.  Í söluskálanum er veitingastaður, verslun […]

Aukin hæfni í ferðaþjónustu, betri upplifun og afkoma

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Stjórnstöð ferðamála og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hafa á síðustu árum gert átak í að styðja ferðaþjónustuna til aukinna gæða. Þar sem ferðaþjónustan snýst að stærstum hluta um þjónustu og mannleg samskipti þá skiptir hæfni starfsmanna í greininni meginmáli. Á síðasta ári var gengið frá stofnun svokallaðs Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sem er samvinnuverkefni […]

Samstarfsverkefni um fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn á Smyrlabjörgum

Hótel Smyrlabjörg hafa skrifað undir samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands um þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk hótelsins.  Á hótelinu starfa um 30 manns þegar mest er að gera en getur farið yfir vetrarmánuðina niður í 17 manns. Hótel Smyrlabjörg er notalegt fjölskyldurekið hótel í Suðursveitinni. Hótelið er  með vel búnum 68 herbergjum ásamt […]

Mikill metnaður lagður í framúrskarandi þjónustu og góða upplifun gesta

Hótel Grímsborgir er fyrsta flokks gisti og veitingastaður á Suðurlandi nálægt nokkrum af vinsælustu náttúruperlum Íslands. Hótelið er vinsælt meðal ferðamanna alls staðar að en 98% gesta eru erlendir ferðamenn. Á hótelinu eru sextán hús og hótelið býður upp á glæsilega gistingu fyrir allt að 240 gesti í Superior herbergjum, Junior svítum, Svítum, íbúðum með […]

Nýsköpunarverðlaun SAF 2018

– óskað eftir tilnefningum til og með 2. nóvember Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefni sem stjórn sjóðsins telur að […]

Hæfnigreiningar í ferðaþjónustu í samstarfi við HÍ

Síðastliðið vor undirritaðu Háskóli Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins samning um að FA tæki að sér hæfnigreiningar fyrir Hí í tengslum við nám á háskólastigi, fagháskólastigi. Þetta nýja stig getur auðveldað t.d. starfsmönnum í ferðaþjónustu leiðina að meiri formlegri menntun á sviði ferðaþjónustu. Hæfnigreiningar er tæki til að greina hvaða hæfni þarf til að sinna ákveðnu […]

Sérfræðiþekking í umfangsmikilli atvinnugrein

Með samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem starfa á sviði ferðaþjónustu fá nemendur nýjustu þekkinguna úr greininni hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hafa viðskiptadeild HR og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf. Í því felst meðal annars að deildin hafi aðkomu að árangursmælingum á fræðslu og hvaða þýðingu […]

Námsheimsókn til Skotlands

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk Erasmus+ styrk til þess að fara í tvær námsheimsóknir á árinu 2018. Á vormisseri var haldið til Svíþjóðar og Noregs til þess að kynnast skipulagi og aðferðum við raunfærnimat fyrir hæfniviðmið starfa (job standards)  og mótun hæfnistefnu. Dagana 1. – 5. október heimsótti hópur starfsfólks ýmsa aðila í Skotlandi sem koma að […]

Trúir þú á álfasögur?

Hótel Klettur er glæsilegt hótel, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 166 herbergi.  Starfsfólk er rétt rúmlega 30 og þar af er stærsti hlutinn af erlendu bergi brotið. Skrifað hefur verið undir samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf. um greiningu, fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk. Nafn hótelsins er dregið af kletti sem hefur […]

Ferðalag sem snýr að fræðslu og þjálfun starfsmanna

3H Travel ehf. hafa undirritað samning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf. um þjálfun og fræðslu fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn eru að öllu jöfnu í kringum 60 talsins. 3H Travel sjá um ferðir inn í eldfjallið Þríhnjúkagíg.  Það var í júní 2012 sem ákveðið var að bjóða upp á ferðir fyrir almenning og hafa […]

Fræðsla og þjálfun til að tryggja meðvitund á umhverfi og öryggi í starfi

Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 og annast að hluta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu […]

Hafðu samband