Samstarfsverkefni um fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn á Smyrlabjörgum

Hótel Smyrlabjörg hafa skrifað undir samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands um þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk hótelsins.  Á hótelinu starfa um 30 manns þegar mest er að gera en getur farið yfir vetrarmánuðina niður í 17 manns.

Hótel Smyrlabjörg er notalegt fjölskyldurekið hótel í Suðursveitinni. Hótelið er  með vel búnum 68 herbergjum ásamt veitingastað sem opin er alla daga frá klukkan 12.00 til 21.00. Góð aðstaða er fyrir fatlaða á hótelinu. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1, rétt austan við Jökulárslón. Á Smyrlabjörgum er jafnframt hefðbundin búskapur með kindur, hesta, naut, hunda, endur og hænur.

Á myndinn eru Laufey Helgadóttir og Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir frá Smyrlabjörgum ásamt Sædísi Ösp Valdimarsdóttur frá Fræðsluneti Suðurlands

Hafðu samband