Mikill metnaður lagður í framúrskarandi þjónustu og góða upplifun gesta

Hótel Grímsborgir er fyrsta flokks gisti og veitingastaður á Suðurlandi nálægt nokkrum af vinsælustu náttúruperlum Íslands. Hótelið er vinsælt meðal ferðamanna alls staðar að en 98% gesta eru erlendir ferðamenn. Á hótelinu eru sextán hús og hótelið býður upp á glæsilega gistingu fyrir allt að 240 gesti í Superior herbergjum, Junior svítum, Svítum, íbúðum með verönd eða svölum og heitum pottum. Hótelið býður upp á fyrsta flokks veitingastað og er mikið notað fyrir viðburði eins og árshátíðir, brúðkaup og fundi af öllu tagi.

Á hótelinu starfa á milli 15 til 35 manns eftir árstíðum sem vilja veita gestum sínum fyrsta flokks þjónustu sem þau geta verið stolt af. Þess vegna m.a. hefur verið tekin sú ákvörðun að fara í samstarf við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar um frekari þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur mun hafa umsjón með þarfagreiningu og námskeiðahaldi.

Á myndin eru María Brá Finnsdóttir, hótelstjóri, Ólafur Laufdal, eigandi, Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur, Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Benedikt Hreinsson, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Hótel Grímsborgum

Hafðu samband