Hæfnigreiningar í ferðaþjónustu í samstarfi við HÍ

Síðastliðið vor undirritaðu Háskóli Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins samning um að FA tæki að sér hæfnigreiningar fyrir Hí í tengslum við nám á háskólastigi, fagháskólastigi. Þetta nýja stig getur auðveldað t.d. starfsmönnum í ferðaþjónustu leiðina að meiri formlegri menntun á sviði ferðaþjónustu.

Hæfnigreiningar er tæki til að greina hvaða hæfni þarf til að sinna ákveðnu starfi. Það er jafnframt hægt að nota hæfnigreiningu til að hanna nám og til að raunfærnimeta starfsmenn.

Hæfnigreiningar fara fram í sérstökum greiningarhópum þar sem bæði starfsmenn og stjórnendur í viðkomandi starfi eiga sæti og eru það venjulega um 15-20 manna hópur. Yfir hverju verkefni er síðan stýrihópur sem tekur lokaákvarðanir um hvaða hæfni þarf í tiltekið starf og á hvaða þrepi í íslenska hæfnirammanum starfið raðast.

Samningurinn er um að FA greini alls sex störf fyrir HÍ sem eiga að nýtast í nám á fagháskólastigi en í dag er áætlað að það jafngildi eins árs grunnnámi á háskólastigi. Störfin sem um ræðir fyrir ferðaþjónustuna eru störf í móttöku, leiðsögn, vöruþróun og viðburðastjórnun.

Á myndinn má sjá einn hópinn sem tók þátt í greiningu á starfi deildarstjóra í móttöku. Dakri Husted, aðstoðar hótelstjóri á hótel Örk,  Birgir Guðmundsson, hótelstjóri á Icelandair hótel Marina, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðaluneti Suðurlands og Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri á hótel Laka.

Hafðu samband