Vilja gera góðan vinnustað betri með markvissri þjálfun og fræðslu til starfsfólks

Hótel Víking og Fjörukráin eru staðsett í miðbæ Hafnarfjaðar og er lítið persónulegt fyrirtæki í hótel – og veitingarekstri. Fyrirtækið hefur verið rekið af Jóhannesi Viðari Bjarnasyni í 28. ár eða síðan 10.  maí 1990.  Á hótelinu eru 55 herbergi.

Fjörukráin er landsþekkt fyrir sínar Víkingaveislur og þykir skara fram úr.  Fjaran/Valhöll er opið fyrir matargesti alla daga. Húsið sem hýsir veitingarstaðinn var byggt 1841 og er næstelsta hús Hafnarfjarðar. Eigendur og starfsfólk eru stolt af því að þjóna gestum á þeirra víkinga hátt og vilja gera enn betur og hafa því hafið samstarf um fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf.

Hafðu samband