Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk á Brim Hótel

Brim Hótel hefur skrifað undir samning um þátttöku í tilraunaverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í samstarfi við Gerum betur ehf. er varðar þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk. Markmið þess er að efla þjálfun og færni í ferðaþjónustu hér á landi. Brim er lítið vinalegt hótel í hjarta Reykjavíkur. Á hótelinu starfa 12 starfsmenn sem flestir eru af […]

Bjóðum Margréti velkomna í hópinn

Skrifað var undir samstarfssamningi við Gerum betur ehf. um miðlun fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Gerum betur ehf. bættist í þann góða hóp fræðsluaðila sem fyrir var og hefur starfað með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í rúmt ár. Það eru MÍMIR símenntun, Fræðslunet Suðurlands og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. hefur á […]

Tækifæri til að gera betur með þátttöku í tilraunaverkefninu.

  Hótel Óðinsvé hefur verið með reglulega þjálfun og fræðslu fyrir sitt starfsfólk en sá tækifæri til að gera betur með því að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Hótel Óðinsvé er 50 herbergja boutique hótel í hjarta Reykjavíkur. Á Hótel Óðinsvé, er leitast við að bjóða upp á vingjarnlega og faglega þjónustu […]

Er starfsfólkið þitt framúrskarandi gestrisið?

Þjálfun í gestrisni er efni sem er aðgengilegt frítt á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar HÉR Efnið er á íslensku, ensku og pólsku Efnið er ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Starfsmaður í fyrirtækinu getur haldið utan um þjálfunina í samstarfi við vinnuveitanda eða fengið utanaðkomandi fræðsluaðila í verkið. Efnið byggir á stuttum fjölbreyttum sögum, af […]

Bus4u Iceland á leið í metnaðarfulla vegferð fræðslu og þjálfunar

Á dögunum skrifuðu Bus4u Iceland, MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar undir þríhliðasamning með það að markmiði að koma á markvissri fræðslu sem styður við hæfniuppbyggingu innan fyrirtækisins. Í því felst að greina fræðsluþarfir, gera fræðsluáætlun, fylgja henni eftir og meta árangurinn. Starfsemi Bus4u Iceland hófst árið 2005 og þar er um 30 […]

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur halda á vit ævintýra!

Midgard adventure  og Midgard Base Camp hafa hafið samstarf um fræðslu og þjálfun við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur. Midgard adventure  og Midgard Base Camp eru fjölskyldufyrirtæki á Suðurlandi sem bjóða upp á ævintýraferðir, gistingu og reka jafnframt veitingastað og bar. Fyrirtækin eru á Hvolsvelli í hjarta Suðurlands nærri mörgum náttúruperlum Íslands eins og Þórsmörk, […]

Hugað að hæfni í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli […]

Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk Avis og Budget

Avis og Budget á Íslandi, Mímir og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samning um tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun starfsmanna. Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi. Avis og Budget bílaleigur eru þekkt alþjóðleg vörumerki og hafa fjölda leigustöðva um land allt sem þýðir að viðskiptavinir geta auðveldlega fengið bíl […]

Fræðsla og þjálfun á Airport Hótel Aurora Star

Airport Hótel Aurora Star er þriggja stjörnu hótel á Keflavíkurflugvelli, aðeins 100 metra frá flugstöðinni. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa skrifað undir samning við hótelið um fræðslu og þjálfun starfsmanna Hótelið er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa sem eru á leiðinni erlendis og vilja gista nóttina fyrir brottför eða við komu á […]

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 er komin út. Fyrsta starfsárið er afstaðið og á heildina litið gengur verkefnið vel og það vekur verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun fyrir atvinnugrein sem er í örum vexti. Smelltu hér til að nálgast ársskýrsluna.

Eyja Guldsmeden hótel í samstarfi um fræðslu og þjálfun

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og  Mímir símenntun hafa gert samning við Eyja Guldsmeden hótel um greiningu fræðsluþarfa hjá þeim tæplega 30 starfsmönnum sem þar starfa. Verkefnið er tilraunaverkefni sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og er þriðja verkefnið sem fer af stað í Reykjavík.   Eyja Guldsmeden hótel í Brautarholti 10 – 14 er 65 herbergja hótel í […]

Kynning á Þjálfun í gestrisni

Kynning á námsefninu þjálfun í gestrisni var haldin í Húsi atvinnulífsins þann 15. maí. Fræðsluefnið þjálfun í gestrisni er ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Efnið inniheldur fjölbreyttar sögur af atburðarás sem hefur átt sér stað við ákveðnar ástæður og skiptist í fjóra flokka; móttaka og aðbúnaður, veitingar, þrif og umgengni og bílaleiga. Fræðsluefnið […]

Fræðsla í fyrirtækjum á ensku, íslensku og pólsku

Kynningarfundur Hæfniseturs ferðaþjónustunnar á Þjálfun í gestrisni verður þriðjudaginn 15. maí, kl. 14:00 – 15:00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins. Allir velkomnir. Skráning hér Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið […]

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ásbrú í samstarfi um fræðslu

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fjögur ferðaþjónustufyrirtæki á Ásbrú undirrituðu samning um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækjunum. Verkefnið er fyrsta klasaverkefnið sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og er ætlað að auka hæfni starfsmanna í fyrirtækjunum. Fyrirtækin sem mynda klasann eru Bed & Breakfast hótel, Base hótel, Eldey hótel og Start hostel. Öll eru þessi […]

Norræna nemakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Kaupmannahöfn.

Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl 2018. Íslensku nemarnir í framreiðslu unnu til gullverðlauna og matreiðslunemarnir fengu silfurverðlaun. Matreiðslu- og framreiðslunemar frá Danmörk, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð keppa um titilinn matreiðslu- og framreiðslunemi Norðurlanda. Keppnin á sér langa sögu en […]

Leiðsögunám hjá Símenntun Háskólans á Akureyri – veturinn 2018-19

Leiðsögumenn hafa fjölbreytta starfsmöguleika enda er námið fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Inntökuskilyrði námsins er 21 árs aldurstakmark, stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að […]

Hafðu samband