Það má alltaf gera gott betra og því er mikilvægt að þjálfa og fræða starfsfólk

Hótel Hvolsvöllur býður upp á vinalega gistingu í fallegu umhverfi. Hótelið er búið 64 herbergjum. Starfsmenn leggja sig fram við að veita frábæra þjónustu og vilja að gestirnir eigi góðar minningar eftir dvölina hjá þeim. Þess vegna er mikill vilji að fara í markvissa þjálfun og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands sem sjá mun um þarfagreiningu og utan um hald á allri þeirri fræðslu sem boðið verður upp á fyrir starfsfólk hótelsins.  Byrjað verður að þarfagreina í byrjun janúar 2019 og markmiðið er að vera komin með fræðsludagskrá í mars sem hægt verður að keyra fram á vorið og síðan að taka aftur upp þráðinn í september og ljúka henni fyrir áramótin 2019/2020.

Hafðu samband