Tímabært að hefja ráðningar erlends starfsfólks?

Bókunarstaða ferðaþjónustunnar lofar svo sannarlega góðu fyrir næsta ár og líkur á harðri samkeppni um hæft starfsfólk eru miklar. Til að vel takist til þarf að huga snemma að því að ráða starfsfólk og veita því góða þjálfun. Ef þú vilt lesa meira um þetta efni má lesa fréttina frá Visi.is í heild sinni hér.

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2020 er komin út

Í lok árs 2020 var undirritaður nýr þjónustusamningur milli Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áframhaldandi verkefni í tengslum við stuðning og uppbyggingu gæða í ferðaþjónustu til næstu þriggja ára. Samningurinn tryggir að áfram verði unnið að því að auka fagmennsku, starfsánægju og arðsemi ferðaþjónustunnar en er jafnframt viðurkenning á því góða starfi sem […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar hlýtur viðurkenningu

Íslensk málnefnd veitti í gær Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Samtökum ferðaþjónustunnar viðurkenningu fyrir kennsluvefinn „Orðin okkar á íslensku“ sem ætlað er að auðvelda erlendu starfsfólki íslenskan orðaforða og auðvelda samskipti á vinnustað. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stjórnar Hæfnisetursins, veittu viðurkenningunni viðtöku. Hér má nálgast fagorðalistann.

Fiskabúrið er nýr möguleiki í rafrænni fræðslu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnir nýjan möguleika í rafrænni fræðslu, svokallað fiskabúr. Geymir fiskabúrið safn heita yfir matfiska sem notaðir eru í réttum veitingastaða. Markmiðið með fiskabúrinu er að styrkja starfsfólk í samskiptum við gesti og þar með auka gæði þjónustu við þá. Heitin eru á íslensku, ensku, pólsku og spænsku, en hlusta má á framburð orðanna […]

Nýr starfsmaður Hæfnisetursins

Ingibjörg Ingadóttir hefur verið ráðin til Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og mun hún einkum sinna verkefnum á sviði fyrirtækjafræðslu. Ingibjörg er með M.Ed. í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og BA í hótelstjórnun frá Sviss og Surrey University. Hún er með kennsluréttindi og leiðsögumannsréttindi og hefur stundað nám í tungumálum og bókmenntum. Ingibjörg hefur sinnt margvíslegum störfum á […]

Hæfnisetrið og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes skrifa undir samning um notkun á Veistu smáforritinu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hafa skrifað undir samning um notkun á Veistu smáforritinu. Veistu er auðveld og áhugaverð leið til að miðla fræðslu til starfsfólks. Stjórnendur geta búið til spurningaleiki í gegnum aðgengilegt vefviðmót og deilt þeim til starfsfólks sem svarar þeim í snjalltækjum. Stefna hugbúnaðarhús hannar smáforritið en Hæfnisetrið þróar grunnsöfn spurninga sem […]

Skýrsla um formlegt nám í ferðaþjónustu komin út

„Vinnan að baki skýrslunni er mikilvægt framlag til eflingar ferðaþjónustunni á Íslandi og þar með til eflingar lífskjörum og lífsgæðum okkar Íslendinga,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um skýrsluna Hæfni er grunnur að gæðum sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gefur út. Markmiðið með skýrslunni er að miðla sýn atvinnulífs og menntakerfis á nám […]

Hæfni er grunnur að gæðum

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stjórnar Hæfnisetursins, skrifa um þá mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið hjá Hæfnisetrinu með það fyrir augum að auka framleiðni og gæði í ferðaþjónustu á Íslandi. Greinin birtist í Mannlífi í vikunni undir yfirskriftinni Hæfni er grunnur að gæðum. Greinina […]

Hæfnisetrið og Stefna endurnýja samning um Veistu smáforritið

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur endurnýjað samning sinn við Stefnu um þróun á rafrænni fræðslu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið með samningnum er að nýta smáforritið Veistu til að efla þekkingu framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu. Veistu er hugbúnaður sem gefur möguleika á að útbúa skemmtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er síðan deilt með starfsfólki sem getur […]

Ferðaþjónustan hefur skýra framtíðarsýn um menntun

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnti þann 20. maí niðurstöður samtals atvinnulífs og menntakerfis um framtíðarskipan náms í ferðaþjónustu. Í samtalinu tóku þátt hagaðilar í ferðaþjónustu, stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja, fulltrúar aðila atvinnulífsins, auk stjórnenda og starfsfólks skóla og fræðsluaðila. Skýrslan, Hæfni er grunnur að gæðum, sem kynnt var í dag er innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og […]

Fræðsla í ferðaþjónustu með augum stjórnenda

Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki eru í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fræðsluaðila í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu. Hótel Klettur, Hótel Skaftafell og Bílaleiga Akureyrar – Höldur, eru þar á meðal. Hér segja Kristján Jóhann Kristjánssons, aðstoðar hótelstjóri á Hótel Kletti, Margrét Gauja Magnúsdóttir hótelstýra á Hótel Skaftafelli og Geir Kristinn Aðalsteinsson mannauðsstjóri og Sigrún Árnadóttir verkefnastjóri hjá […]

Innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og hæfnistefnu ferðaþjónustunnar

Mánudaginn 20. maí kl. 10:00-13:00 fer fram kynning á skýrslu sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið í samstarfi við atvinnulíf og menntakerfi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, og mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ávarpa fundinn. Skýrslan, Hæfni er grunnur að gæðum, er innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir ferðaþjónustu. Að loknum […]

Ferðaþjónustan sýni samfélagslega ábyrgð

Það er mikilvægt að vanda til verka í ferðaþjónustunni, eins og kom svo skýrt fram í erindum þeirra sem töluðu á viðburðinum sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í vikunni. Við þurfum gæði og gott starfsfólk og við þurfum að gera starfsfólki kleift að auka hæfni sína. Þá er ekki hægt að líta framhjá […]

Fagorðalistar ferðaþjónustunnar í Fréttablaðinu í dag

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og FA, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra SAF fjalla um fagorðalista ferðaþjónustunnar og mikilvægi góðra samskipta í ferðaþjónustufyrirtækjum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir meðal annars: „Erlendir starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu skipta þúsundum. Áætlað er að um fjórðungur þeirra tæplegu 30.000 starfsmanna sem starfa við greinina […]

„Gott starfsfólk er lykilatriði fyrir rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og góða upplifun ferðamanna“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gerðu samspil atvinnulífs og menntamála að umfjöllunarefni á viðburði sem fram fór í dag á Grand hóteli Reykjavík. Það voru Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF sem boðuðu til viðburðarins til að kynna fagorðalista ferðaþjónustunnar sem miðar að aukinni fræðslu til erlends starfsfólks um íslenskt mál. […]

Ferðamálaráðherra og menntamálaráðherra koma saman með ferðaþjónustunni

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gera samspil atvinnulífs og menntamála að umfjöllunarefni á viðburði sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 19. mars kl. 14.45 á Grand hóteli Reykjavík, Hvammi. Það eru Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF sem boða til viðburðarins. Ferðamálaráðherra setti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar á fót árið 2017 en það er samstarfsverkefni […]

Hafðu samband