Fagorðalistar ferðaþjónustunnar í Fréttablaðinu í dag

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og FA, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra SAF fjalla um fagorðalista ferðaþjónustunnar og mikilvægi góðra samskipta í ferðaþjónustufyrirtækjum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir meðal annars:

„Erlendir starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu skipta þúsundum. Áætlað er að um fjórðungur þeirra tæplegu 30.000 starfsmanna sem starfa við greinina séu af erlendu bergi brotnir. Margir þeirra geta aðeins treyst á ensku sem sameiginlegt tungumál við gesti og samstarfsfólk. Allstór hópur erlendra starfsmanna er þó hvorki mælandi á íslensku né ensku. Vinna samt sín störf vel og af trúmennsku. Hins vegar má oft rekja misskilning á leiðbeiningum og/eða veittri þjónustu til tungumálaerfiðleika starfsmanna.“

Hér má nálgast greinina.

 

 

Hafðu samband