Fiskabúrið er nýr möguleiki í rafrænni fræðslu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnir nýjan möguleika í rafrænni fræðslu, svokallað fiskabúr. Geymir fiskabúrið safn heita yfir matfiska sem notaðir eru í réttum veitingastaða. Markmiðið með fiskabúrinu er að styrkja starfsfólk í samskiptum við gesti og þar með auka gæði þjónustu við þá. Heitin eru á íslensku, ensku, pólsku og spænsku, en hlusta má á framburð orðanna á íslensku. Mynd prýðir hvert heiti og er Jón Hlíðberg höfundur mynda. Fiskabúrið er aðgengilegt á vefsíðu Hæfnisetursins.

Hafðu samband