Ingibjörg Ingadóttir hefur verið ráðin til Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og mun hún einkum sinna verkefnum á sviði fyrirtækjafræðslu. Ingibjörg er með M.Ed. í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og BA í hótelstjórnun frá Sviss og Surrey University. Hún er með kennsluréttindi og leiðsögumannsréttindi og hefur stundað nám í tungumálum og bókmenntum. Ingibjörg hefur sinnt margvíslegum störfum á sviði kennslu og miðlunar, í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og framhaldsfræðslu. Síðustu ár hefur hún verið leiðsögumaður auk þess að kenna við grunnskóla. Hún hefur einnig fengist við önnur störf í ferðaþjónustu, til dæmis hótelstjórnun og á ferðaskrifstofu erlendis. Við bjóðum Ingibjörgu hjartanlega velkomna til starfa.
Við óskum jafnframt Hildi Betty Kristjánsdóttur, sem farin er á vit nýrra verkefna í Þýskalandi, velfarnaðar á nýjum slóðum með kærum þökkum fyrir samstarfið.