Verkefnastjórar Fræðslu í ferðaþjónustu saman á námskeiði

Fræðsluaðilar og verkefnastjórar í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu sátu saman á námskeiði sem Hæfnisetrið hélt undir yfirskriftinni: Skipulag og framkvæmd fræðslu í fyrirtækjum. Námskeiðið fór fram dagana 6.-7. nóvember og var dagskráin umfangsmikil. Meðal námskeiðsþátta var fræðsluferlið, fjármögnunarleiðir, fyrirtækjaumhverfið, gæðasala, þarfagreining, fræðsluáætlun, árangursmælikvarðar, árangursmat og verkefnastýring. Ýmsir gestafyrirlesarar héldu erindi, þar á meðal Jóhannes Þór […]

Fræðslu í ferðaþjónustu berst nýr liðsauki

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hefur gert samstarfssamning við RM Ráðgjöf í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu. Verkefnið snýr að miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu og felur í sér greiningu á þörf fyrir fræðslu og þjálfun, fræðsluáætlun og mat á árangri. Starfið er unnið á forsendum ferðaþjónustunnar. Að verkefninu koma nú […]

Bakarinn, kokkurinn, listamaðurinn, starfsmannastjórinn og allt saman

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fór fram fyrir fullu húsi í Húsi atvinnulífsins í morgun og enn fleiri fylgdust með beinni útsendingu frá fundinum. Að Menntamorgninum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF. Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir frá LC Ráðgjöf flutti erindi um stjórnendahæfni og virkjaði gesti til þátttöku. Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins, talaði meðal annars um […]

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar í Húsi atvinnulífsins 24. okt. kl. 8.30-10.00

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til morgunverðarfundar í fundaröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 24. okt. nk. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á millistjórnendur og stjórnendafræðslu. Fundurinn fer fram í salnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Allir velkomnir en skrá þarf þátttöku. Vinsamlegast skráið þátttöku hér. DAGSKRÁ Fræðsla í ferðaþjónustu – Náðu árangri! Jóna Valborg […]

Hafðu samband