Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2019 er komin út

Rúm tvö ár eru liðin frá stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Á þeim tíma hefur Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila farið í 174 heimsóknir til fyrirtækja í ferðaþjónustu í tengslum við verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu. Undirritaðir hafa verið 94 samstarfsamningar sem taka til tæplega 2.900 starfsmanna. Niðurstöður af samtölum við stjórnendur þessara fyrirtækja sýna mikinn vilja þeirra til að efla gæði og bæta þjónustu við ferðamenn.

Hæfnisetrið hefur lagt mikla vinnu í að ná fram viðhorfum og skoðunum ferðaþjónustunnar um nám í formlega skólakerfinu í því skyni að hafa áhrif á námsframboð menntakerfisins til handa greininni. Skýrslan Hæfni er grunnur að gæðum kom út í sumarbyrjun, en þar er að finna framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á uppbyggingu á menntun sem tengist ferðaþjónustunni.

Fjölbreyttur hópur hagaðila og samstarfsaðila kemur að starfi Hæfnisetursins. Í tímaás sem prýðir ársskýrsluna er stiklað á stóru yfir starfsemina árið 2019.

Smelltu hér til að nálgast ársskýrslu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Hafðu samband