Nú er hægt að nálgast fimmtíu algenga frasa bæði gesta og starfsmanna á veitingastöðum á heimasíðu Hæfnisetursins. Frasarnir eru á þremur tungumálum og hægt er að hlusta á framburð frasanna á íslensku. Fyrir á síðunni er orðasafn algengra orða sem notuð eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, afþreyingu og þjónustu í sal.
Dæmi um frasa:
Gjörið þið svo vel
Ég tala bara litla íslensku
Hvað má bjóða ykkur?
Takk fyrir komuna
Sjá fagorðalista ferðaþjónustunnar hér