Hagnýtar lausnir fyrir ferðaþjónustuna

Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu, hugmyndir að námskeiðum, reynslusögur, leiðbeiningar og góð ráð til að styðjast við í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Mestallt efnið hefur […]

Myndbönd textuð á pólsku

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur textað tvö viðtalsmyndbönd yfir á pólsku. Myndböndin fjalla um hvernig ferðaþjónustuaðilar takast á við breyttar aðstæður og hvernig taka skal á móti íslenskum ferðamönnum. Horfa má á myndböndin hér að neðan.

Ferðamaður í eigin landi – Hvað segja ferðaþjónustuaðilar?

Það stefnir í að Íslendingar verði í meirihluta viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi þetta sumarið. En hvernig ferðamenn eru Íslendingar og hvernig ætlar ferðaþjónustan að taka á móti þeim? Við tókum nokkra ferðaþjónustuaðila tali.

Góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólks, Starfsafl og Landsmennt gefið út góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum Covid-19 faraldursins. Efnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis. Annars vegar er um að ræða leiðbeiningar um hvernig forðast megi smit og hins vegar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að […]

Fræðsluefni fyrir ferðaþjónustuna í glænýjum kynningarmyndböndum

Út eru komin myndbönd til kynningar á tveimur verkfærum fyrir fræðslu sem aðgengileg eru á heimasíðu Hæfnisetursins. Annað myndbandið er til kynningar á fagorðalista ferðaþjónustunnar og hitt til kynningar á Þjálfun í gestrisni. Samhliða myndböndunum hafa verið gefin út góð ráð við notkun á fræðsluefninu fyrir stjórnendur að styðjast við. Er það von Hæfnisetursins að […]

Leiðbeiningar til fyrirtækja í ferðaþjónustu á tímum Covid-19

Til að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu við að mæta nýjum aðstæðum í kjölfar Covid-19 hafa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Ferðamálastofa sett saman leiðbeiningar fyrir stjórnendur að styðjast við. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um sóttvarnir fyrir gististaði, veitingastaði, afþreyingu og sýningarsvæði og farartæki. Efnið er unnið í samvinnu við landlæknisembættið. Ferðavenjur og þarfir ferðamanna koma að […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar stækkar

Tæplega 160 orðum hefur verið bætt við fagorðalista ferðaþjónustunnar undir flokknum hópferðabílstjórar. Hægt er að hlusta á framburð orðanna á íslensku og ensku. Þar má finna orð eins brottför, rútuáætlun, brú, fararstjóri, miði og sprungið dekk, en líka fyrirmæli eins og vinsamlegast spennið öryggisbeltin og get ég aðstoðað? Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er frábært tæki fyrir starfsfólk […]

Undirbúningur hafinn að mótun námslínu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnaði á vordögum stýrihóp til að vinna í samstarfi skólastiga að mótun námslínu til undirbúnings starfa í ferðaþjónustu (e. hospitality). Námslínan vísar til samhengis fleiri námsbrauta á mismunandi skólastigum, námslok á hverju stigi hafa gildi bæði til áframhaldandi náms og í atvinnulífinu. Lögð verður áhersla á að veita reyndu starfsfólki tækifæri til mats […]

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ætla að nýta tímann til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk

Könnun sem Hæfnisetrið sendi út á dögunum til fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að fyrirtæki hafa hug á því að nýta tímann sem skapast vegna samdráttar í komu ferðamanna til að fræða og þjálfa sitt starfsfólk; en 76% þátttakenda svöruðu spurningunni játandi. Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvort stafræn/rafræn fræðsla myndi nýtast þeim svöruðu 78% […]

Fyrirtækjum gert auðveldara um vik að fjármagna fræðslu

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks kynnti nýjar reglu í byrjun árs sem veita fyrirtækjum allt að 90% styrk án tillits til inneignar fyrirtækja. Landsmennt og Starfsafl hafa ákveðið að rýmka úthlutunarreglur sjóðanna tímabundið, frá 15. mars til 31. ágúst 2020. Landsmennt býður fyrirtækjum og […]

Stafræn fræðsla – 8 góð ráð fyrir stjórnendur

Mörg fyrirtæki og stofnanir skoða nú möguleika á að bjóða starfsfólki sínu upp á stafræna eða rafræna fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Hæfnsetur ferðaþjónustunnar gefur stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt 8 góð ráð til að tryggja árangur. Kynntu þér ráðin með því að smella hér.

Landsmennt fræðslusjóður býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu

Hæfnisetrinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsmennt fræðslusjóði Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið [að] bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins og stofna til átaks í […]

Könnun á þörf ferðaþjónustunnar fyrir fræðslu og þjálfun

Nú þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu standa frammi fyrir einni stærstu áskorun síðari tíma viljum við hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Við höfum sett niður nokkrar spurningar til að kanna þörf ferðaþjónustunnar fyrir fræðslu og þjálfun á þessum tímum og með hvaða hætti Hæfnisetrið geti aðstoðað. Könnunin er nafnlaus og órekjanleg með öllu. […]

Til þjónustu reiðubúin

Fyrirtæki í ferðaþjónustu róa nú mörg hver lífróður. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda starfsfólki upplýstu og fræða og þjálfa eins og kostur er. Nú er jafnframt tími til að undirbúa þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í rekstrinum þegar krísan hefur runnið sitt skeið og bókanir fara að berast á […]

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2019 er komin út

Rúm tvö ár eru liðin frá stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Á þeim tíma hefur Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila farið í 174 heimsóknir til fyrirtækja í ferðaþjónustu í tengslum við verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu. Undirritaðir hafa verið 94 samstarfsamningar sem taka til tæplega 2.900 starfsmanna. Niðurstöður af samtölum við stjórnendur þessara fyrirtækja sýna mikinn vilja þeirra […]

Hafðu samband