BÚIN AÐ VERA Í FERÐAÞJÓNUSTU Í YFIR 30 ÁR.

Brunnhóll Gistiheimilið er staðsett á Suðausturlandi um það bil 30 km. frá  Höfn í Hornafirði. Brunnhóll er í eigu og rekið af Sigurlaugu Gissurardóttur og Jóni Kristinni Jónssyni.  Þau byrjuðu með ferðamannastarfsemi á Brunnhóli árið 1986. Brunnhóll er fjölskylduvænt gistiheimili sem er stolt af því að geta veitt gestum sínum persónulega þjónustu. Brunnhóll Gistiheimilið starfar […]

Menntadagur atvinnulífsins: Hvað verður starf þitt?

Menntadagur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Hörpu – Silfurbergi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift dagsins. Dagurinn er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fimmta skiptið en Alcoa Fjarðaál og Keilir hlutu verðlaunin […]

Framtíðarsýn fyrir nám sem tengist ferðaþjónustu?

Stefnt er að því að í lok árs 2018 verði búið að marka stefnu um formlegt nám í ferðaþjónustu í samstarfi atvinnulífs og skóla. Stefnan nái til allra skólastiga og verði vegvísir fyrir uppbyggingu á formlegu námi í greinum sem tengjast ferðaþjónustu. Fyrsti áfangi í þessari vegferð er vinnufundur sem haldinn verður 25. janúar.nk. Fundurinn […]

Fræðsla skilar öruggara og faglegra starfsfólki

Arcanum er afþreyingafyrirtæki sem rekur jafnframt kaffihúsið Jöklakaffi en kaffihús sem er staðsett spölkorn frá jökuljaðri Sólheimajökuls. Þar er boðið upp á léttar veitingar svo sem súpu og brauð ásamt kaffi og kakó, heimabökuðum kökum og brauðmeti. Stofnendur fyrirtækisins þau Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason hafa mikla reynslu af ferðalögum á fjöllum.  Undanfarin 20 […]

Vel þjálfað starfsfólk tryggir öryggi gesta á jökli

Local Guide ehf Hofsnes Öræfum er fjölskyldufyrirtæki sem hefur boðið upp á leiðsögn í ferðum á Vatnajökul síðan 1991. Þriðja kynslóð er tekin við núna. Starfsmenn eru  5 til 10 eftir árstíðum.  Þjálfun starfsfólks er nokkuð hefðbundin. Við gerum þær kröfum að allt starfsfólk verða að fara í gegnum AMEG kerfið til þess  að geta […]

Við óskum ferðaþjónustunni gleðilegs fræðsluárs og friðar

Um leið viljum við minna á að hlutverk okkar er að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Að greina fræðsluþarfir, móta leiðir, auka samvinnu um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja. Að fá fræðsluaðila til að standa fyrir […]

Friðheimar taka þátt í tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun

Friðheimar er fjölskyldu rekið fyrirtæki í Bláskógabyggð en 1995 keyptu þau Knútur og Helena Friðheima, ákveðin í að flétta saman þær starfsgreinar sem þau höfðu menntað sig í; hestamennsku og garðyrkju. Þau eiga fimm börn sem öll taka virkan þátt í búskapnum. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring. Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum […]

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar

Þann 22. nóvember var Hugtakasafn ferðaþjónustunnar gert aðgengilegt á www.kompás.is  Hugtakasafnið inniheldur um 340 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan ferðaþjónustunnar. Hugtakasafnið er afrakstur samstarfsverkefnis milli fulltrúa fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins í samstarfi við Íslenska Ferðaklasann. Fjöldi annarra aðila hefur […]

Góð þjálfun skilar sér í miklu öruggara starfsfólki

Humarhöfnin og Nýhöfn eru tveir veitingastaðir sem reknir eru af sömu fjölskyldunni á Höfn í Hornafirði. Nýhöfn er staðsett í elsta íbúðarhúsi bæjarins, bygg árið 1897. Humarhöfnin er  sérhæfður humarveitingastaður sem tók til starfa árið 2007.  Yfir sumarmánuðina starfa um 40 starfsmenn en yfir vetrarmánuðina fer starfsmanna fjöldinn niður í 15 manns. Þegar nýir starfsmenn […]

Samtal við ferðaþjónustuna

Miðvikudaginn 6. desember komu saman 26 fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja og starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Markmið fundarins var að eiga samtal um fræðslumál fyrirtækja í ferðaþjónustu og hvernig fræðsluaðilar ásamt Hæfnisetrinu geta sem best komið til móts við þarfir ferðaþjónustunnar um markvissa og árangursmiðaða fræðslu. Margt áhugavert kom fram á fundinum sem nýtist vel í áframhaldandi vinnu við […]

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018 – óska eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins sem verða afhent í Hörpu 15.febrúar 2018. Óskað er eftir tilfnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 18.desember n.k. Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2018, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru að […]

Kynningarfundur hjá SÍMEY á Akureyri

Þann 14. nóvember sl. var efnt til morgunverðarfundar í húsakynnum SÍMEY á Akureyri  til kynningar á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og möguleikum til fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Á fundinn mættu 45 fulltrúar frá 20 fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast greininni. Í framhaldi af morgunverðarfundinum funduðu fulltrúi SÍMEY með Hildi Bettý Kristjánsdóttur starfsmanni FA […]

FA og HR vilja auka rannsókna- og þróunarsamstarf

Nýverið undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík (HR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, viljayfirlýsingu um aukið samstarf en HR stefnir á að bjóða framhaldsnám í stjórnun í ferðaþjónustu á næsta ári. Viljayfirlýsingin tekur til ýmissa verkefna þar sem aðilar vilja auka samvinnu sína og auka upplýsingaflæði milli aðila. M.a. verður skoðað hvaða rannsóknarverkefni […]

Fjárfesting í mannauðnum er lykilinn að því að ná langt í ferðaþjónustu

Hótel Höfn er á Höfn í Hornafirði og er staðsett við sjávarsíðuna með magnað útsýni yfir jökulinn, fjöllin og fjörðinn. Hótelið hefur verið starfandi síðan 1966. Á  sumrin starfa um 50 manns á hótelinu en fer niður í 25 til 30 yfir vetrarmánuðina. Fanney Björg Sveinsdóttir, hótel- og framkvæmdastjóri segir að  þau leggi áherslu á […]

Þjálfun í gestrisni – samningur við höfunda

Í liðinni viku undirritaði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, samning við Margréti Reynisdóttur og Sigrúnu Jóhannesdóttur um ráðgjöf og breytingar á fræðsluefni þeirra Margrétar og Sigrúnar sem ber heitið ”Þjálfun í gestrisni”. Markmið samningsins er að auka hæfni framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu með því að kynna og koma í notkun þessu nýja námsefni höfunda […]

Fræðslumöguleikar innan ferðaþjónustunnar

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30 – 10:00 verður morgunverðafundur á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, SAF og Ferðamálastofu. Markmiðið er kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar ásamt þvið að miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi. Fundurinn fer fram í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri

Hafðu samband