Samtal við ferðaþjónustuna

Miðvikudaginn 6. desember komu saman 26 fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja og starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Markmið fundarins var að eiga samtal um fræðslumál fyrirtækja í ferðaþjónustu og hvernig fræðsluaðilar ásamt Hæfnisetrinu geta sem best komið til móts við þarfir ferðaþjónustunnar um markvissa og árangursmiðaða fræðslu. Margt áhugavert kom fram á fundinum sem nýtist vel í áframhaldandi vinnu við að auka hæfni og gæði innan ferðaþjónustunnar.

Hafðu samband