Framtíðarsýn fyrir nám sem tengist ferðaþjónustu?

Stefnt er að því að í lok árs 2018 verði búið að marka stefnu um formlegt nám í ferðaþjónustu í samstarfi atvinnulífs og skóla. Stefnan nái til allra skólastiga og verði vegvísir fyrir uppbyggingu á formlegu námi í greinum sem tengjast ferðaþjónustu.

Fyrsti áfangi í þessari vegferð er vinnufundur sem haldinn verður 25. janúar.nk. Fundurinn verður haldin í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, á fystu hæð (Kviku). Fundurinn hefst kl. 11.00 og fundarlok kl. 14.00. Til fundarins er hagaðilum, fyrirtækjum, fag- og stéttarfélögum og fræðsluaðilum boðið.

 

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur fyrir þessari vinnu í samráði við Starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina, Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Eitt af hlutverkum okkar er að greina fræðsluþarfir, móta leiðir, auka samvinnu um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja

Hafðu samband