BÚIN AÐ VERA Í FERÐAÞJÓNUSTU Í YFIR 30 ÁR.

Brunnhóll Gistiheimilið er staðsett á Suðausturlandi um það bil 30 km. frá  Höfn í Hornafirði. Brunnhóll er í eigu og rekið af Sigurlaugu Gissurardóttur og Jóni Kristinni Jónssyni.  Þau byrjuðu með ferðamannastarfsemi á Brunnhóli árið 1986. Brunnhóll er fjölskylduvænt gistiheimili sem er stolt af því að geta veitt gestum sínum persónulega þjónustu.

Brunnhóll Gistiheimilið starfar í anda dagskrár 21, með áherslu á hágæða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Markmiðið er að staðfesta sjálfbæra þróun, með löngun til að vernda hagsmuni komandi kynslóða.

Á gistiheimilinu eru 22 herbergi og í boði er herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða, boðið er upp á morgunverð,  léttan hádegisverð, kvöldverð og gestir geta pantað hádegis matarpakka til að taka með sér. Starfsmenn eru um 10 talsins. Árið 2007 stofnuðu þau Jöklaís og síðan hafa þau boðið gestum og gangandi upp á hágæða ís og nú geta gestir valið sitt uppáhalds bragð af þeim 400 uppskriftum sem eru í boði.

Í samtali við Sigurlaugu kom fram að erlendir starfsmenn eru í meirihluta hjá henni. Hún er t.d með starfsfólk sem er útskrifað úr hótelskólum frá Lettlandi og veitingahússtjórnun frá Finnlandi.  Það skiptir máli að starfsmenn hafi góða staðarkunnáttu, fagleg þjónusta og þekking á þeim matvælum sem við bjóðum upp á skiptir miklu máli að starfsmenn tileinki sér.

Varðandi fræðslu og námskeið fyrir starfsmenn segir Sigurlaug að hún sé í góðu sambandi við Nýheima á Höfn og það skipti máli að fræðslan sé markviss og að starfsmenn fái tilfinningu fyrir því að þau geti orðið betri starfsmenn að henni lokinni.  Með því að fræða starfsmenn þá ert þú í leiðinni að segja þeim að þeirra vinna skipti miklu máli og það skiptir líka máli að fræðslan sé metin segir Sigurlaug.

Vakinn heldur manni við efnið segir Sigurlaug og maður er alltaf að reyna að bæta við. Félag ferðaþjónustubænda er árlega með uppskeruhátíð og þar er yfirleitt boðið upp á námskeið sem við höfum nýtt okkur.

Sigurlaug segir að lokum að henni finnist skynsamlegt ef farið væri með fræðslu um ferðaþjónustu og möguleika á námi í efstu bekki grunnskóla og fyrsta bekk í framhaldsskóla.

Hafðu samband