Menntaverðlaun atvinnulífsins sem verða afhent í Hörpu 15.febrúar 2018. Óskað er eftir tilfnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 18.desember n.k.
Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2018, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin skilyrði.
Viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins, að stuðlað sé að markvissri menntun og fræðslu, að sem flest starfsfólk taki virkan þátt og að hvatning til frekari þekkingaöflunar sé til staðar.
Viðmið fyrir menntasprota ársins eru að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja og/eða að samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu innan sem utan fyrirtækja.
Tilnefningar sendist í tölvupósti á sa@sa.is