Nýverið undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík (HR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, viljayfirlýsingu um aukið samstarf en HR stefnir á að bjóða framhaldsnám í stjórnun í ferðaþjónustu á næsta ári. Viljayfirlýsingin tekur til ýmissa verkefna þar sem aðilar vilja auka samvinnu sína og auka upplýsingaflæði milli aðila. M.a. verður skoðað hvaða rannsóknarverkefni gætu nýst báðum aðilum þar sem Hæfnisetrið gæti lagt til upplýsingar og áherslur sínar en HR væri rannsóknaraðilinn eða nemendur skólans. Einnig verður litið á mögulega aðkomu HR að árangursmælingum á fræðslu og hvaða þýðingu t.d. bætt stjórnendafræðsla hefur á afkomu fyrirtækja. Tækifærin eru fjölmörg til samvinnu og starfsmenn FA og Hæfnisetursins hlakka til samstarfsins!