Tækifæri til að gera betur með þátttöku í tilraunaverkefninu.

 

Hótel Óðinsvé hefur verið með reglulega þjálfun og fræðslu fyrir sitt starfsfólk en sá tækifæri til að gera betur með því að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Hótel Óðinsvé er 50 herbergja boutique hótel í hjarta Reykjavíkur. Á Hótel Óðinsvé, er leitast við að bjóða upp á vingjarnlega og faglega þjónustu í hlýlegu og afslöppuðu umhverfi sem gerir gestum kleift að finnast þeir vera heima hjá sér.

Einnig eru í boði 10 lúxus íbúðir í Reykjavík.

Á myndinni eru Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf. Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Bjarni Hákonarson, hótelstjóri og Sigurlaug Jóhannsdóttir, móttökustjóri

 

 

Hafðu samband